Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 72
Timarit Máls og menningar
skáld fornaldarinnar var kona, hin gríska Saffó. Vantaði hana þó ekki keppi-
nautana.
Það er sjaldgæft að karl og kona hafi samvinnu um nákvæmlega sama
verkefni á bókmenntasviðinu, þannig að hægt sé að gera samanburð.
En þetta hefur einmitt skeð á ritferli Sigríðar Einars. Eins og öllum er
kunnugt, hóf Karl ísfeld þýðingu á hinum mikla finnska kvæðabálki, Kale-
vala. Að allra dómi er til þekktu var sú þýðing bókmenntalegt afrek, snilld-
arlega af hendi leyst, þó að ekki yrði henni lokið frá hans hendi, því að Karl
ísfeld andaðist áður en hann fékk lokið þessu mikla verki.
Þá gerði Sigríður Einars það sem fáir hefðu lagt út í. Hún tók við ófull-
gerðu listaverki og vann að því sjálf þar til þýðingu Kalevala var lokið. —
Um þýðinguna í heild segir Sigurður A. Magnússon í eftirmála Kalevala-
Ijóða:
„Þýðing Karls ísfelds er yfirleitt gerð með miklum glæsibrag og vafamál
að snjallari þýðing sé til á öðrum tungum að því er snertir hrynjandi og
kunnáttusamlega notkun stuðla og ríms. — Karl notar jöfnum höndum inn-
rím, hálfrím og endarím, og gefur það verkinu mikla hljómfegurð. — Hef
ég lesið kafla úr þýðingunni fyrir finnska vini mína og ljúka þeir upp ein-
um munni um að hljómfallið sé nákvæmlega eins á frummálinu.“
Um fullan þátt Sigríðar Einars í þýðingu Kalevala vissi enginn, nema hún
ein. Þó er á allra vitorði að síðara hluta Ijóðanna hefur Sigríður Einars
þýtt og lokið við. Svo vel hefur hún gengið frá samskeytum þessara miklu
ljóða að hvergi sést missmíði á. Þannig hefur hún greypt saman þennan dýr-
grip finnskra bókmennta að úr ófullgerðu verki varð listræn heild. Slíkt gera
ekki aðrir en sannir listamenn.
Undrizt ei þótt kveði ég kvæði,
kyrjað söng minn hef ég löngum.
Nam ég fátt og frama smáan
fékk í æsku, því kenndi græsku.
Spakleg orð ég ungur lærði
öll af vörum fólks og svörum.
frá þeim lærðu lítt ég heyrði,
léttur er malur heimaalins.
Sigríði Einars var sýndur margvíslegur sómi fyrir hin margháttuðu störf
hennar. Hún var heiðursfélagi í mörgum félögum, svo sem Ungmennafélagi
Stafholtstungna, Kvenfélaginu Sif á Patreksfirði, Menningar og friðasam-
tökum kvenna og Póstmannafélaginu.
182