Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 5
Ádrepur Þeir skýldu sér með þögninni og létu ofstopaskrif og óttaáróður Morgun- blaðsins um að kynna málstað sinn. Þegar þeim var boðið til kappræðu- funda vísuðu þeir á Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu, félagasam- tök sem kostuð eru af erlendu fé. Rökstuðningurinn fyrir þessari afstöðu var með endemum: „Ef einhver úr okkar hópi tekur þátt í opinberum umræð- um, meðan undirskriftasöfnunin stendur yfir, er alltaf hætta á, að þær skoð- anir um minni háttar atriði, sem hann semr fram sem einstaklingur, verði eignaðar samstarfshópnum öllum og taldar liggja að baki undirskriftasöfn- uninni, jafnvel þótt svo sé ekki og þær hafi aldrei verið ræddar í hópnum.“ Þegar herstöðvaandstæðingar þyrptust á almennan fund, sem samstarfsnefnd- in boðaði til, í því skyni að reyna að efna til skoðanaskipta um málið, þá hét það að þeir vildu spilla fundinum og virtu ekki lýðræðislegan rétt samborgara sinna til fundafrelsis. Um þann atburð sagði einn af forkólfum söfnunarinnar af miklum þunga í Morgunblaðsviðtali: „Þá er það ærið umhugsunarefni, að til skuli vera menn, sem þola ekki, að almenningi sé gefinn kostur á að tjá hug sinn um ákveðið mál. Annað er það nú ekki, sem Varið land hefur á stefnuskrá sinni.“ Það var ekki fyrr en undirskriftasöfnuninni var að mestu lokið, að sjón- varpið fékkst til að halda almennilegan umræðufund um málið, og þar var auðvitað enginn af boðendum söfnunarinnar viðstaddur. Með þessar aðstæður í huga er ekki undarlegt að herstöðvaandstæðingum hitnaði í hamsi og ýmislegt miður fágað flyti úr pennunum. í augum þeirra fól undirskriftasöfnunin í sér tilræði við íslenskan málstað, og staðföst þögn undirskriftabeiðenda hafði þau áhrif að reynt var að særa þá til andsvara. Þeir menn, sem þóttust yfir það hafnir að verja sjónarmið sín í opinberri um- ræðu, voru svo ekki bangnir við, þegar allt var komið í kring, að hundelta alla, sem dirfst höfðu að skrifa gegn þeim, með fulltingi úreltrar meiðyrða- löggjafar. Háskólakennarar í hópnum létu sér jafnvel sæma að sækja stúdenta til hárra fésekta. Listi þeirra ummæla, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, er orðinn lang- ur og kyndugur. Jafnvel látin þjóðskáld hafa orðið fyrir barðinu á skærum ritskoðarans. Hæstiréttur hefur nú gefið tóninn og væntanlega fara aðrir dómar eftir. En ef æran hefur meiðst í þessu orðaskaki verður hún varla plástruð, hversu háar sem fébæturnar verða. Þ.H. 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.