Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 9
Mál og menning 40 ára í bili. í síðara skiptið var gjaldþroti afstýrt með þvx að hann fékk ýmsa félagsmenn til þess að gefa félaginu hlut sinn í Vegamótum, hluta- félaginu sem var stofnað til að koma húsinu upp. Það vceri gaman að heyra eitthvað um fyrstu viðbrögð og viðtökur bókanna. Er þér eitthvað sérstaklega minnisstcett frá þessum fyrstu dög- um útgáfunnar fyrir fjörutíu árum? Eg man það bara að þessu var ákaflega vel tekið. Fólk flykktist inn í þennan félagsskap. Menn voru mjög fljótir að skilja hvað þarna var á ferðum, og svo var Einar Andrésson, bróðir Kristins, ákaflega dug- legur að safna félögum og seldi auk þess hinum og þessum bækur Máls og menningar utan búðarinnar. Hann var alveg ómetanlegur í þessu starfi. Hann var svo geysilega duglegur og laginn og hann þekkti hvern einasta mann í Reykjavík. Það voru ekki síður íhaldsmenn og alls konar fólk sem hann fékk inn í félagið. Fyrstu bækurnar voru gefnar út að mig minnir í 1000 eintökum. Kristinn var alltaf bjartsýnn og hann setti sér það markmið að fá 3000 félagsmenn, en áður en árið var liðið þá voru þeir orðnir 3800 svo það þurfti að prenta nýtt og stóraukið upplag. Menn tóku svona fjarskalega vel undir þetta enda fengu þeir bækur, sem hefðu kostað á venjulegum markaði svona 40 krónur, á tíu krónur. Það var árgjaldið fyrst í stað. Auðvitað höfðum við enga peninga og þurftum að slá fyrir öllu. En af því að þetta gekk svona vel þá var hægt að standa svona töluvert í skilum við prentsmiðj- urnar. Þegar áróðurinn fór að dynja á okkur fór ýmsum að vísu að verða voðalega illa við þetta því þeir voru svo dauðhræddir um þann kommúnistaáróður sem mundi fylgja þessum rauðu pennum. Hvað urðu félagsmennirnir margir? Þeir munu hafa orðið hátt á sjöunda þúsund þegar mest var. Það var þegar Arfur Islendinga var að koma út. Það var hærri tala en nokkurn hafði dreymt um, en lengstaf var talan 3—4000 held ég. Það gekk á ýmsu í stjórn félagsins, oft vorum við í miklum kröggum og margir beittu sér hatramlega gegn félaginu. En Kristinn hafði sérstakt lag á að tala við fólk, og jafnvel voru ýmsir miklir íhaldsmenn alltaf ákaf- lega hlynntir Máli og menningu, fyrst og fremst vegna hrifningar á Kristni. Manni fannst það nú heldur ekkert áhlaupaverk á þeim tímum að vera að slá bankana til útgáfu á bolsévískum bókum. En honum tókst þetta alltaf. Svo þegar í harðbakka sló þá tókst honum að fá þá til að breyta víxlum x föst lán. Nú, en þetta gekk, einkanlega vegna þess að 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.