Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 12
Tímarit Máls og menningar
Hann hafði peninga til að standa fyrir útgáfunni sem Heimskringla hafði
alls ekki, svo hann gaf bækur út á hennar nafni í fáein ár. Ragnar var
ákaflega fús til þess að greiða götu Máls og menningar og Heimskringlu.
Eg man eftir þeim fundi þegar Ragnar skilaði Heimskringlu af sér, eða
hún var endurkeypt, þá var hann ósköp feginn að losna við hana og
þóttist hafa tapað á þessu. Eftir þetta hvarf hann alveg að sinni eigin
útgáfu, en tók að vísu með sér Halldór Laxness. Hann bauð honum góð
kjör og Halldór þóttist ekki geta slegið hendinni á móti því. Annars var
Halldór lengi eftir þetta mjög áhugasamur félagsmaður í Máli og menn-
ingu enda var það þetta félag sem fyrst hélt honum fram og varði hann
gegn öllum árásum.
Einhvern tíma í strídshyrjun hefur veríð gerð skipulagsbreyting innan
Máls og menningar.
Já, Kristinn var þá erlendis. Sigurður Thorlacius var framkvæmda-
stjóri fyrir hann og þeim kom saman um það, honum og fleiri, að fá
nokkra góða og velmetna borgara til þess að stofna ráð Máls og menn-
ingar sem átti að tryggja skuldhöfunum að þeir yrðu ekki afskiptir. Og
það voru kosnir þarna 25 menn — eða þeir kusu sig sjálfa; við kölluð-
um þá venjulega fasistaráðið vegna þess að þeir voru sjálfskipaðir. Þetta
ráð er enn þá til. Upp frá þessu hefur það kosið stjórn Máls og menn-
ingar. Eg veit ekki hvort Kristinn hefði haft þetta svona ef hann hefði
verið heima eða hvort hann hefði fundið upp á einhverju öðru. Eg man
eftir að þegar hann kom heim og við sögðum honum tíðindin var hann
ekkert sérlega spenntur fyrir því að Félag byltingarsinnaðra rithöfunda
skyldi vera farið út úr Máli og menningu. Það getur vel verið að hann
hefði fundið eitthvert annað ráð.
Er þá svo að skilja að félagsmenn hafi gengið í persónulega ábyrgð
fyrir skuldbindingum félagsins með því að taka þar sceti?
Nei, það gerðu þeir ekki. Þeir veittu bara móralskan styrk. Að miklu
leyti voru þetta sömu mennirnir og áður höfðu verið viðriðnir félagið,
en einhverjir bættust við. Svo var stjórninni breytt um þetta leyti, Sig-
urður Nordal og Ragnar Olafsson gengu inn í hana í stað okkar Eiríks
Magnússonar sem vorum áður fulltrúar Félags byltingarsinnaðra rithöf-
unda. Eg kom svo aftur inn í aðalstjórnina þegar Sigurður Nordal fór til
Kaupmannahafnar. En þessir ráðsmenn hefðu sjálfsagt látið sig mál
félagsins meira skipta ef þeir hefðu lagt í þetta peninga.
Þegar maður flettir Tímaritinu frá upphafi og til þessa og les attar
122