Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 12
Tímarit Máls og menningar Hann hafði peninga til að standa fyrir útgáfunni sem Heimskringla hafði alls ekki, svo hann gaf bækur út á hennar nafni í fáein ár. Ragnar var ákaflega fús til þess að greiða götu Máls og menningar og Heimskringlu. Eg man eftir þeim fundi þegar Ragnar skilaði Heimskringlu af sér, eða hún var endurkeypt, þá var hann ósköp feginn að losna við hana og þóttist hafa tapað á þessu. Eftir þetta hvarf hann alveg að sinni eigin útgáfu, en tók að vísu með sér Halldór Laxness. Hann bauð honum góð kjör og Halldór þóttist ekki geta slegið hendinni á móti því. Annars var Halldór lengi eftir þetta mjög áhugasamur félagsmaður í Máli og menn- ingu enda var það þetta félag sem fyrst hélt honum fram og varði hann gegn öllum árásum. Einhvern tíma í strídshyrjun hefur veríð gerð skipulagsbreyting innan Máls og menningar. Já, Kristinn var þá erlendis. Sigurður Thorlacius var framkvæmda- stjóri fyrir hann og þeim kom saman um það, honum og fleiri, að fá nokkra góða og velmetna borgara til þess að stofna ráð Máls og menn- ingar sem átti að tryggja skuldhöfunum að þeir yrðu ekki afskiptir. Og það voru kosnir þarna 25 menn — eða þeir kusu sig sjálfa; við kölluð- um þá venjulega fasistaráðið vegna þess að þeir voru sjálfskipaðir. Þetta ráð er enn þá til. Upp frá þessu hefur það kosið stjórn Máls og menn- ingar. Eg veit ekki hvort Kristinn hefði haft þetta svona ef hann hefði verið heima eða hvort hann hefði fundið upp á einhverju öðru. Eg man eftir að þegar hann kom heim og við sögðum honum tíðindin var hann ekkert sérlega spenntur fyrir því að Félag byltingarsinnaðra rithöfunda skyldi vera farið út úr Máli og menningu. Það getur vel verið að hann hefði fundið eitthvert annað ráð. Er þá svo að skilja að félagsmenn hafi gengið í persónulega ábyrgð fyrir skuldbindingum félagsins með því að taka þar sceti? Nei, það gerðu þeir ekki. Þeir veittu bara móralskan styrk. Að miklu leyti voru þetta sömu mennirnir og áður höfðu verið viðriðnir félagið, en einhverjir bættust við. Svo var stjórninni breytt um þetta leyti, Sig- urður Nordal og Ragnar Olafsson gengu inn í hana í stað okkar Eiríks Magnússonar sem vorum áður fulltrúar Félags byltingarsinnaðra rithöf- unda. Eg kom svo aftur inn í aðalstjórnina þegar Sigurður Nordal fór til Kaupmannahafnar. En þessir ráðsmenn hefðu sjálfsagt látið sig mál félagsins meira skipta ef þeir hefðu lagt í þetta peninga. Þegar maður flettir Tímaritinu frá upphafi og til þessa og les attar 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.