Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 51
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
staðið heil og óskipt með syni sínum þegar hann brennur í skinninu að
gera upp sakirnar við ríkjandi þjóðskipulag heldur er hún klofin milli
hans og húsbónda síns.
Og mamma stendur á milli þeirra, ekki með öðrum heil og óskipt, heldur
á milii þeirra og með þeim báðum.
(110)
Félagsleg vitund
Pémr kynnist stéttaskiptingu þjóðfélagsins fyrst af umtali fólks. Þannig
talar amma um höfðingja sem níðast á fátæklingum og pabbi talar um
kaupmenn og embættismenn sem aldrei vinna ærlegt handtak og hafa
fólk í vinnu. I verkfallinu í kaupstaðnum kynnist Pémr stéttaátökum
og -andstæðum og um leið vaknar spurningin um stöðu hans sjálfs og
fólksins hans í þjóðfélaginu.
Eins og fram kom í kaflanum um efnalegan veruleika gerir jarðeign
bóndans það að verkum að hann á ekki samleið með eignalausum
verkamanni í hagsmunabarátmnni. Þetta vill auðvaldið notfæra sér með
því að virkja bændur í barátm sinni við verkalýðinn. Hugmyndafræði
yfirstéttarinnar — að trúarbrögðunum meðtöldum — er í fullu gildi hjá
bændastéttinni svo að aðferðir auðvaldsins eru líklegar til að bera árangur.
Obreytt þjóðfélagsskipan er hluti þessarar hugmyndafræði og þar með
óbreytt skipting lífsgæðanna. Þess vegna sjá bændur sér ógnað með
kröfum verkalýðsins um aukinn hluta lífsgæðanna. Þeim dettur nefni-
lega ekki í hug að mögulegt væri að taka þá aukningu annars staðar
en frá þeim sjálfum. Sá möguleiki að skerða hluta auðvaldsins bryti í
bága við ríkjandi hugmyndafræði.
— Og svo hækkar allt, nema okkar vörur, þær eiga alltaf að lækka. Þeir
lækkuðu nú kjötverðið í haust, svo heimta þeir hærra kaup. — Eg hélt að
kaupmennirnir hefðu lækkað kjötið, segir mamma hógvær. — Þetta gengur
allt í hring, manneskja, hvað leiðir af öðru, segir pabbi.
(85)
Samkvæmt hugsanagangi pabba verða verkalýður og bændur að gera
sér að góðu molana sem eru eftir þegar auðvaldið er búið að taka sinn
bita. Þess vegna hlýmr hann að vera mótfallinn kauphækkunum.
Þegar á Eyrina er komið gerir pabbi sér grein fyrir að atvinnurekend-
161
11 TMM