Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 61
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni kemur fram í upphafi sambúðar þeirra þar sem hún mætir alvarlegum hugsunum Péturs með tæpitungu. — Osköp ertu þungbúinn, elskan. Hvað ertu að hugsa? Ertu orðinn leiður á litlu kerlingunni þinni? Hún sezt á kné honum og gerir gælur við hár hans og andlit og talar tæpitungu. Kannski ætti hann að segja henni hvað hann hugsar. En það er ekki auðvelt að ræða þær hugsanir við konu, sem situr í knjám manns, gerir gælur og talar tæpitungu. (166) Hér er Lilja ekki eins og henni er eiginlegt heldur er hún að leika hlut- verk eins og í ljós kemur seinna þegar hún lítur yfir farinn veg og hugsar um þögnina sem lagðist yfir sambúðina eftir að hún var hætt að „reyna — að bulla —“ (bls. 184). — Það viðhorf til kvenna sem Sveinn, vinur Pémrs, birtir þegar hann segir að Lilja hafi „hlustað svo fallega, eins og góðum og siðlátum konum ber að gera“ (bls. 138), gefur hugmynd um þá andlegu kúgun sem Lilja hefur búið við. Þá gloprast upp úr henni að henni hefur fundist sér misboðið í kynlífi þeirra Pémrs. — og svo var ég nógu góð — í rúminu — þegjandi eins og — hver hlutur til síns — brúks — (184) Þannig er sambandsleysinu í kynferðismálum lýst sem hluta hinnar al- mennu firringar. — Frá sjónarhóli Lilju sem byggði tilveru sína algjörlega á karlmanninum er það Pémr sem hefur svikið. Hún gerir sér ekki grein fyrir mótandi áhrifum samfélagsins. Það kemur fram við brottför Péturs af heimilinu að það hafi ekki verið óvanalegt að kona hans svæfi þegar hann færi í vinnuna þannig að þau sæjust ekki á morgnana. Seinna segir Lilja frá hvað þau gerðu kvöldið fyrir hvarf Péturs en það var það sama og þau gerðu venjulega, hann hlustaði á útvarpið og hún var að lesa sögu. Persónuleg samskipti þeirra voru auðsjáanlega ekki mikil. — Þegar Helga, eldri dóttirin, frétt- ir hvarf pabba síns reynir hún að muna hvenær hún sá hann síðast en getur það ekki. — Og Kidda segir við Andra, frænda sinn: — Ég talaði aldrei við pabba. Hann er — var — aldrei heima nema á kvöldin. Og þá er ég að lesa. Eða ég fer út. (124) 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.