Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 68
Tímarit Máls og menningar eins og afbrotamaður enda ætti hann erfitt með að útskýra fyrirætlun sína þar sem hann er naumast búinn að orða hana fyrir sjálfum sér. En þó kemur fljótlega í ljós hvert leiðin liggur, heim á bernskuslóðirnar í leit að upphafinu. Leiðarlokin og upphafið eru eitt og hið sama fyrir honum. (31) Þegar Pétur lætur sig týnast fjölskyldu sinni og samfélaginu þá er hann aðeins að gera það áþreifanlegt sem hefur fyrir löngu gerst innra með honum. I samfélagi verkaskiptingar og hámarksgróða auðvaldsins nýtur maðurinn sín ekki sem vera margra samsettra eiginleika svo sem tilfinninga, skynsemi og verklagni. Þess í stað er einn þáttur tekinn út og gernýttur á meðan hinir eru vanræktir. í tilviki Péturs, ómenntaðs verkamannsins, er verklagnin arðbærust og þess vegna gernýtt — vinnu- dagur hans er tíu til fjórtán klukkutímar. Hlutverk hans er að vera fyrirvinna, ekki aðeins fjölskyldunnar heldur líka fjölda gerviþarfa sem samfélagið hefur skapað. Þessar kvaðir gera það að verkum að launin fyrir langan vinnudag renna beint til atvinnurekenda afmr og hann get- ur haldið áfram að strita... ... þolinmóður hvern dag, hverja viku, hvern mánuð, hvert ár, í stanzlausu togi við pening, sem nemur aldrei staðar, ómissandi fyrirvinna fjölskyld- unnar, hússins, bílsins, búslóðarinnar, skattanna. (80) Þegar við skildum við Pétur á fortíðarsviðinu var hann að mestu búinn að bæla þá þjóðfélagsvitund og -gagnrýni sem hann átti til í æsku og einbeitti sér að brauðstritinu. En undir niðri býr eftir sem áður andófið gegn ranglátri þjóðfélagsskipan ásamt beiskju vegna eigin vanmáttar og sektarkennd vegna þess hve vernduðu lífi hann lifir miðað við þorra íbúa heims. Þú situr í húsi þínu og hlýðir á kvöldfréttir í útvarpinu. Lilja stjáklar í eldhúsinu eða sinnir þörfum barna ykkar. Friðsældin umvefur ykkur með- an rödd þulsins greinir frá því, sem hefir gerzt á yfirborði reikistjörnu þinnar í dag. Einhversstaðar, kannski í Viet Nam, varð þorp fyrir sprengju- árás í misgripum. Flestir íbúanna lém lífið./ ... /Flvað getur þú gert? (144) 178
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.