Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 68
Tímarit Máls og menningar
eins og afbrotamaður enda ætti hann erfitt með að útskýra fyrirætlun
sína þar sem hann er naumast búinn að orða hana fyrir sjálfum sér. En
þó kemur fljótlega í ljós hvert leiðin liggur, heim á bernskuslóðirnar
í leit að upphafinu.
Leiðarlokin og upphafið eru eitt og hið sama fyrir honum.
(31)
Þegar Pétur lætur sig týnast fjölskyldu sinni og samfélaginu þá er
hann aðeins að gera það áþreifanlegt sem hefur fyrir löngu gerst innra
með honum. I samfélagi verkaskiptingar og hámarksgróða auðvaldsins
nýtur maðurinn sín ekki sem vera margra samsettra eiginleika svo sem
tilfinninga, skynsemi og verklagni. Þess í stað er einn þáttur tekinn út
og gernýttur á meðan hinir eru vanræktir. í tilviki Péturs, ómenntaðs
verkamannsins, er verklagnin arðbærust og þess vegna gernýtt — vinnu-
dagur hans er tíu til fjórtán klukkutímar. Hlutverk hans er að vera
fyrirvinna, ekki aðeins fjölskyldunnar heldur líka fjölda gerviþarfa sem
samfélagið hefur skapað. Þessar kvaðir gera það að verkum að launin
fyrir langan vinnudag renna beint til atvinnurekenda afmr og hann get-
ur haldið áfram að strita...
... þolinmóður hvern dag, hverja viku, hvern mánuð, hvert ár, í stanzlausu
togi við pening, sem nemur aldrei staðar, ómissandi fyrirvinna fjölskyld-
unnar, hússins, bílsins, búslóðarinnar, skattanna.
(80)
Þegar við skildum við Pétur á fortíðarsviðinu var hann að mestu búinn
að bæla þá þjóðfélagsvitund og -gagnrýni sem hann átti til í æsku og
einbeitti sér að brauðstritinu. En undir niðri býr eftir sem áður andófið
gegn ranglátri þjóðfélagsskipan ásamt beiskju vegna eigin vanmáttar og
sektarkennd vegna þess hve vernduðu lífi hann lifir miðað við þorra
íbúa heims.
Þú situr í húsi þínu og hlýðir á kvöldfréttir í útvarpinu. Lilja stjáklar í
eldhúsinu eða sinnir þörfum barna ykkar. Friðsældin umvefur ykkur með-
an rödd þulsins greinir frá því, sem hefir gerzt á yfirborði reikistjörnu
þinnar í dag. Einhversstaðar, kannski í Viet Nam, varð þorp fyrir sprengju-
árás í misgripum. Flestir íbúanna lém lífið./ ... /Flvað getur þú gert?
(144)
178