Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 77
Ný, en þó gömul leiklistarlög
Nú í vor voru samþykkt á Alþingi ný leiklistarlög. Það kann vel að
vera að öllum þorra landsmanna þyki þetta engin stórtíðindi, en ef þessi
lög eru skoðuð í ljósi þess að við Islendingar státum gjarnan af því að
hér ríki meiri leiklistaráhugi en þekkist annars staðar á byggðu bóli,
má ætla að þau komi fleirum við en þeim sem starfa að leiklist, hvort
lieldur er sem áhuga- eða atvinnufólk. Samkvæmt tölum um áhorfenda-
fjölda lítur út fyrir að hvorki meira né minna en öll íslenska þjóðin
bregði undir sig betri fætinum a. m. k. einu sinni á ári og fari í leikhús.
Að fara í leikhús merkir ekki endilega það sama og hafa áhuga á
leikhúsi, en engu að síður snerta þessi leikhúslög alla þá sem stíga fæti
inn fyrir dyr leikhúss, hvort heldur er til vinnu eða skemmtunar og
vonandi líka einhverja þá sem aldrei hafa komið þangað inn, því það
leikhús væri lítils virði sem aldrei næði út fyrir sínar eigin dyr.
í þessum lögum eru vissulega ljósir punktar. Þar er fyrst að nefna að
Leikfélag Akureyrar er komið með sér fjárveitingu og er þar með endan-
lega viðurkennt að þar skuli starfrækt atvinnuleikhús. Hækkandi fjár-
veiting til L.A. á undanförnum árum hefur bitnað á áhugaleikfélögum
víða um land, þar sem klipið var af fjárveitingu þeirra til að mæta
auknum kostnaði við rekstur L.A. Fjárhagsgrundvöll áhugafélaga má
umfram allt ekki skerða, því sú starfsemi sem þar fer fram er bæði
gagnleg og nauðsynleg. Um það þarf ekki að fjölyrða, það eitt að til
eru u. þ. b. 70 áhugaleikfélög af ýmsu tagi í landinu talar sínu máli.
Þó vill það brenna við að t. d. Reykvíkingar, sem allan ársins hring
eiga greiðan aðgang að alls kyns menningu, vanmeti hið félagslega
gildi þessarar starfsemi úti um land. Fyrir þá sem líta á menningu og
listir hvers konar sem lúxus sem vel mætti vera án (en allt í lagi að
styðja ef peningar eru nógir) er það verðugt íhugunarefni hvað veldur
þessari blómlegu starfsemi.
En þó áhugamennska í leiklist sé allra góðra gjalda verð er að fleiru
að hyggja. 2. gr. leiklistarlaganna hljóðar svo:
187