Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 80
Tímarit Mdls og menningar
ekki bara haldið áfram að spila eftir eyranu eins og hingað til og hinir
látið það vera og fólk sem hefur gaman af leiklist bara framið hana
sjálft? Það er miklu ódýrara.
Þar sem um alla eða flesta hluti er fjallað eins og þeir séu fyrst og
fremst spurning um peninga er ágætt í þessu sambandi að minnast lítil-
lega á Leiklistarskóla Islands. Það er geysilega dýrt að mennta leikara.
Dýrara en flestar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Ber þar margt til. Nem-
endur eru fáir en húsnæði þarf samt að vera stórt og gott. Þar þarf að
vera aðstaða sem líkist sem mest leikhúsi, aðstaða fyrir leikfimikennslu,
raddþjálfun, tónlistar- og söngkennslu, kennslu í útvarps- og sjónvarps-
leik, svo eitthvað sé nefnt. Allt með tilheyrandi tækjum og útbúnaði,
svo sem Ijósum, segulböndum, kvikmyndavélum, hljóðfærum o. fl. Mik-
ill kostnaður er einnig samfara því að stór hluti kennslu er í formi
einkakennslu eða í litlum hópum. Auk þess er gert ráð fyrir nemenda-
leikhúsi sem kostar sitt, með öllu því sem því fylgir, leikstjóra, leik-
mynd, höfundarlaunum o. s. frv. Það er þó að flestra dómi nauðsyn-
legt til að eðlilegt samhengi sé milli skóla og starfs. Það hefur held ég
ekki verið gerð úttekt á því hér á landi hvað menntun hvers leikara
kostar, en í Svíþjóð kom í ljós við þess konar athugun að enga stétt
var dýrara að mennta, að þotuflugmönnum frátöldum.
Vorið 1978 verður Leiklistarskóli Islands búinn að útskrifa u. þ. b.
40 leikara. Hvað á að verða um allt þetta fólk? Ekki geta atvinnuleik-
húsin þrjú tekið allt þetta fólk í vinnu. Einhverjir fara sjálfsagt í starf
úti á landi við að setja upp sýningar og halda námskeið, einhverjir í
kennslu, þar sem það verður æ algengara að leiklist sé ein af valgrein-
unum. En í fyrsta lagi eru takmörk fyrir því hve margir geta haft af
þessu fulla atvinnu og í öðru lagi er menntun fólks í Leiklistarskóla Is-
Iands ekki miðuð við að það fáist við kennslu- eða leiðbeinenda-
störf að námi loknu. Hún miðast við að fólk leiki. Það skýtur dálítið
skökku við að samþykkja fyrst lög um rándýran skóla og stuttu seinna
lög sem nánast meina nemendum þessa sama skóla að notfæra sér nám
sitt.
Það er sama hvort þessi lög eru skoðuð frá sjónarmiði áhorfenda eða
leikhússfólks. Þau eru öllum í óhag. Það þarf að vera möguleiki til
„annarrar leiklistarstarfsemi“. Ekki einungis vegna þess að stór hluti
landsmanna á þess sjaldan eða aldrei kost að sjá atvinnuleikhús eða vegna
þess að atvinnuleysi vofir yfir einhverjum hópi fólks, heldur einnig og
190