Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 81
Ný, en þó gömul leiklistarlög
ekki síður vegna þess að svokallaðir „frjálsir leikhópar“ hafa stóru hlut-
verki að gegna. Það er held ég samdóma álit þeirra sem eitthvað hafa
kynnt sér þessi mál að frjálsir leikhópar hafi gert mikið gagn þar sem
þeir hafa fengið aðstöðu til að starfa. Þar er yfirleitt vettvangur allrar
nýbreytni og þróunar. Þar fá nýir höfundar, leikarar, leikstjórar, leik-
myndagerðarmenn og aðrir þeir sem að sýningum starfa að leika lausum
hala og spreyta sig. Þar er hægt að gera tilraunir með ný form og túlk-
unaraðferðir. Innan veggja svokallaðra stofnanaleikhúsa er yfirleitt lítill
kostur á slíku, þó auðvitað séu til undantekningar. Þar er yfirbyggingin
of stór, daglegur kostnaður svo mikill að ekki er kosmr að hlaupa mikið
úmndan sér. En aðalorsökin er sú held ég að starfsfólk stofnanaleikhús-
anna er tætt milli margra og sundurleitra verkefna. Það er að leika
Shakespeare í kvöld, söngleik annað kvöld, nýtt íslenskt verk þriðja
kvöldið o. s. frv. Það hefur ekki valið þessi verkefni sjálft og ræður
sáralitlu um útfærslu þeirra. Því gefst sjaldan tækifæri til að vinna um
nokkurt skeið með sama fólkinu að verkefnum sem það hefur sjálft valið
sér í einhverjum ákveðnum tilgangi (annaðhvort vegna innihalds verks-
ins eða möguleika þess sem leikhúsverks). Þetta eru allt m. a. forsendur
þess að raunveruleg þróun eigi sér stað. Auðvitað fær fólkið æfingu
og fer fram í faginu, en það að einstaklingar verði betri þýðir ekki
það sama og að leiklistin þróist. Það er ekki nóg að leikhús sýni góð
verk, ný og gömul, heldur þarf sífellt að leita að nýjum aðferðum til
að koma verkum á framfæri. Það er vanmat á leiklistinni sjálfri að hún
gegni aðeins túlkunarhlutverki, einhvers konar bókmenntalegu miðlunar-
hlutverki.
Með þessu er ekki átt við að stofnunarleikhús séu óþörf og beri að
leggja þau niður, þó sjálfsagt mætti gera þau virkari í þróun leiklistar-
innar en nú er. En því fjölbreyttari leiklistarstarfsemi, því betra. Lög sem
setja sig á móti fjölbreytni, lög sem gera ráð fyrir að Þalía hafi gert
einhvers konar lífstíðarleigusamning við Island og leiklistin sé komin í
endanlegt form, eru fjandsamleg þeirri ágætu frú. Hvort þau eru það
vísvitandi eða einungis af skilningsleysi skal ósagt látið, en þó er vert
að taka það fram að fjölmargir aðilar höfðu bent á þennan galla í frum-
varpinu löngu áður en það var lagt fram.
Þjóð sem á heimsmet í leiklistaráhuga á skilið að fá betri lög.
Þórhildur Þorleifsdóttir.
191