Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 88
Tímarit Mdls og menningar bóginn að um kreppu sé að ræða og hana mjög djúprætta. En í stað þess að sýna fram á að um sé að ræða kreppu í grundvelli kapítalismans sem stafi af óhjákvæmilegri þróun hans, lætur flokkurinn sér nægja að segja að finna verði leið út úr kreppunni, að auka framleiðsluna á nýjan leik. Þess vegna krefst hann þess að hert verði á stjórnartaumun- um, jafnframt því sem betra eftirlit verði haft með fjárfestingum og stefnt að auknu félagslegu réttlæti. Að þessu leyti er því stór munur á PCI, sem ýkir kreppuástandið, og PCF sem dregur úr því. En hvorugur flokkanna bendir á orsakir krepp- unnar né heldur á það vopn sem bítur á hana. Þetta er því athyglis- verðara sem kreppa auðvaldsins ætti að auðvelda flokkunum að út- skýra orsakir hennar og þau öfl sem hafa skapað kreppuástandið, auð- velda þeim að reka áróður fyrir þjóðfélagi sem er öðru vísi í grund- vallaratriðum. Hvaða stað velur þn spcenska kommúnistaflokkmim (PCE) í þessari mynd? Hann fylgir mjög hófsamri stefnu. En PCE er sá eini af þessum flokkum sem starfar í landi með fasíska löggjöf þar sem lýðréttindi eru ekki fyrir hendi og þar sem ekki eru einu sinni til þær stofnanir sem tryggja. eiga formlegt frelsi. Til dæmis er dómkerfið ekki skilið frá fram- kvæmdavaldinu. PCE er fulltrúi eins konar ítalskrar stefnu sem miðar að því að ná samkomulagi við valdastéttina. En starfsaðstæður flokks- ins eru slíkar að segja má að starf hans snúist um að endurheimta lýð- ræðið. Það er skammtímamarkmið hans og hafi maður ástandið á Spáni í huga er erfitt að agnúast út í það. En stjórnmálaþróunin og vöxtur spænskrar verkalýðshreyfingar — PCE, verkamannanefndanna o. s. frv. — er slíkur að upp er að rísa armur fólks sem gerir sér ljóst að þetta er bara áfangi, að vandamálin á Spáni verða ekki frekar en annars staðar leyst einungis innan vébanda hins borgaralega þingræðis og að nauð- synlegt er að ganga miklu lengra. En þessi umræða verður ekki veru- lega þýðingarmikil fyrr en tekist hefur að brjóta niður þær valdastofn- anir sem þjóðin hefur erft eftir Franco, þegar Spánn er orðinn lýð- ræðisríki að vestrænni fyrirmynd. En PCE reynir nú þegar að tengja saman þessi tvö svið baráttunnar, þ. e. fyrir óbeinu þingbundnu lýðrceði annars vegar og á hinn bóginn fyrir beinu lýðrceði sem byggist á sjálfsskipulagningu fjöldans. Að þessu leyti hefur spænsku verkalýðshreyfingunni svipað nokkuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.