Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 92
Tímarit Máls og menningar Það eru ekki einungis þjóðfélög Vestur-Evrópu sem átt bafa í kreppu sem leitt hefur til pólitískra árekstra. I Austur-Evrópu eykst innri spenna augljóslega. Hvert er mat þitt á þróuninni í Austur-Evrópu, einkum í Ijósi uppreisnarinnar í Póllandi í fyrrasumar? Astandið í löndum Austur-Evrópu er mjög dramatískt því kreppan þar er mjög keimlík þeirri sem herjar á Vestur-Evrópu. En meðan krepp- an í Vestur-Evrópu leiðir til eflingar vinstrihreyfingarinnar, til aukinn- ar gagnrýninnar vitundar, framkalla sömu einkenni ekki sömu þróun í löndum þar sem alræði ríkir og engin sjálfstæð, fagleg skipulagning á sér stað, og þar sem forystan kallar sig sósíalíska í þokkabót. Samt sem áður er vilji fyrir hendi meðal verkalýðsins til að verja sig gegn því að verða fórnarlamb kreppunnar og að þurfa að axla byrðarnar. Þetta kemur greinilega fram í Póllandi en það er einnig fyrir hendi í hinum löndunum þótt það birtist ekki á sama hátt. En aðstæðurnar eru ekki þannig að pólitísk skilyrði séu fyrir því að skapa nýjan valkost við ríkjandi kerfi. Uppreisn pólskra verkamanna er uppreisn gegn því að taka á sig byrðar kreppunnar, gegn því að fórna sér, því það ríkir mikill félagslegur ójöfnuður í Póllandi, þar er til vellauðugt fólk. Pólskur verkamaður skynjar þetta, á sama hátt og ítalskur stéttarbróðir hans gerir það. Fólk samþykkir ekki orðalaust að þeir sem framleiða og erfiða mest skuli fá minnst í sinn hlut af neyslunni. A Spáni t. d. varð andófið gegn arðráninu til þess að verkamannanefndirnar urðu til og með þeim varð pólitísk vígstaða vinstrihreyfingarinnar öll önnur og betri. I Pól- landi eru skilyrði fyrir svipaðri þróun mjög slæm. Því ef menn krefjast sósíalisma fá þeir það svar að hann sé þegar fyrir hendi. Með öðrum orðum skapast aðrar pólitískar aðstæður þar sem röksemdin er sú að ekki hafi tekist að framkvæma sannan sósíalisma. Þetta stangast þó ekki á við þá staðreynd að þjóðfélagsfyrirbærin eru mikilvægari en túlkun þeirra. Þegar kerfið splundrast í Póllandi eða annars staðar í Austur-Evrópu verða það kröfur og þarfir verkalýðsins sem koma upp á yfirborðið og þær eru mjög áþekkar þeim sem við þekkjum frá Vestur-Evrópu. Megininntak þeirra er að hafna ákveðinni gerð af þjóðfélagslegri verkaskiptingu, ójöfnuði í dreifingu lífsgæðanna og framleiðsluháttum sem byggja á geysilegri sóun í stað réttlætis. Því þessi þjóðfélög eru ekki byggð á vitrænum eða skynsamlegum grund- velli og þess vegna eiga þau í kreppu. Hún er hins vegar augljósari nú en verið hefur. 202
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.