Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar uð „Gimlis dóttir" eins og hjá eldri skáldum, heldur sem „ókunnugleg" vera, „langt að komin“, og það án þess að gera boð á undan sér, óskiljanleg og að því er virðist óverðskulduð. Þannig laumast einhver einkennileg birta inn í þessa bók Sigfúsar og vinnur á. Ljóðið „Sá hinn dimmleiti hugur" gefur ef til vill nokkra vísbendingu um það, hvað- an sú birta er ætmð: það er „hin óhulta leyndargáfa", „undur einfaldra orða“, sem kann að byggja brú „milli næmr og dags“ — og hér sannast það enn, að megni eitthvað að varpa birm „á hryggð og mein“, er það einmitt meitlaður og sannur skáldskapur. Kristján Árnason. SÖGUR AF UNGUM MÖNNUM Meðal skáldsagna sem út voru gefnar á síðast liðnu ári vora óvenju margar frumsmíðar ungra höfunda. Þrjár þeirra sagna verða hér teknar til umfjöllunar. Þær eiga það allar sameiginlegt að sækja efnivið til nútímans og aðalpersóna allra er ungur maður, u. þ. b. á aldur við höfundinn. Það gæti því verið forvitni- legt í leiðinni að athuga hvaða mynd þessar skáldsögur birta af umheiminum. Svo vill til að útkomu þessara bóka ber upp á hálfrar aldar afmæli Vefarans mikla frá Kasmír, og reyndar minnir fyrsta skáldsaga Emis Snorrasonar um margt á Vefarann.1 Sögusvið er megin- land Evrópu, einkum Frakkland. Þaðan liggur leið listamannsins unga I klaust- ur — að vísu í gestaálmuna á leiðinni heim um Lúxembúrg — en klaustrið er 1 Ernir Snorrason: Óttar. Skáldsaga. Helgafell. Reykjavík 1977. 214 sjálft St. Maurice de Clervaux. Að und- anskildu sama þjóðerni og svipuðum áningarstöðum eiga þeir Óttar og Steinn Elliði þó fátt sameiginlegt, og hefur heimurinn að vísu umturnast allur á þeim fimmtíu árum sem aðskilja þá. Sagan hefst þar sem söguhetjan, Ótt- ar, er að búa sig til heimferðar á önd- verðum valdatíma Pompidou, en þá hefur hann dvalist í Frakklandi um sex ára skeið. í upphafi hefur hann ætlað sér að skrifa ódauðleg skáldverk, en síð- ustu árin hefur hann unnið fyrir sér með auglýsingateiknun. Hann hefur ver- ið í Frakklandi þegar námsmannaupp- reisnin braust þar út og virðist hafa tekið þátt í henni af lífi og sál. Líf hans og lífsafstaða hefur breyst gagngert í kjölfar hennar: Bylting, sem kannski var ekki bylting, en átti eftir að springa út með vorinu eins og rautt blóm og koma öllum málsaðiljum jafnt á óvart. En þá voru þau líka dregin inn í atburði sög- unnar, sem átti eftir að breyta þeim óvænt, stimpla þau greinanlega fyrir lífstíð. Og einstaklingsbundnar til- finningar þeirra féllu í skuggann. (50) Þeirra hugmynda sem báru uppi „náms- mannabyltinguna" 1968 sér þó undar- lega lítinn stað í bókinni. Þegar hér er komið a. m. k. era það „einstaklings- bundnar tilfinningar" Óttars sem skipa mest rúm. Bæði Óttar og flestallar aðrar persón- ur sögunnar era sífellt að leitast við að skilgreina þann veruleika sem þær hrær- ast í. Þeim skilgreiningum ber furðu mikið saman, hver sem í hlut á. Allar eiga þær það jafnframt sameiginlegt hvað þær era lítt skiljanlegar, hversu erfitt persónunum veitist að gera sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.