Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar
una: Mendelslögmál eru engin lögmál.
Líklega hefur Lysenko heldur engar til-
raunir gert til aS sanna eða afsanna
Mendelslögmál. En hann taldi hugmynd-
ina um erfðaefnið eða genin fjarstæðu.
Um vorunartilraunir Lysenko er til
grein eftir Áskel Löve í tímaritinu
Náttúrufrceðingnum IX. árgangi, 1939:
Stytting vaxtartíma jurtanna. I annarri
grein í sama árgangi, um erfðalögmál
Mendels, segir Áskell raunar að lögmál
Mendels hafi „kollvarpað stórum hluta
hins mikla verks Darwins“.
I tímaritinu Naturens Verden, árið
1948, segir Mogens Westergárd að
erfðafræðikenningar Lysenko og fullyrð-
ingar hans að unnt sé að stjórna ferlum
náttúrunnar að vild séu „alhæfingar út
frá óvissum niðurstöðum tilrauna á tak-
mörkuðu sviði“, og bætir við: „eiga sér
ekki hliðstæðu í hinni annars furðulegu
sögu vísindanna..
Smndum er ef til vill erfitt að skera
úr um hvort einhver regla í vísindum
hafi almennt gildi og eigi skilið að heita
náttúrulögmál.
Sjálfur get ég að vísu ekki rætt þessi
mál fræðilega, til þess skortir mig þekk-
ingu. En ég held ekki að rétt sé hermt
að kjarninn í erfðafræðikenningum
Lysenko hafi verið að áunnir eiginleik-
ar erfðust fortakslaust, heldur að þeir
gæm orðið erfanlegir við viss skilyrði
og væri þá einkum um að ræða áhrif
sem verða á fósturstigi lífveranna (jurta
og dýra).
Sú ályktun út frá líffræðikenningum
Lysenko að verkalýðsstéttin eigi sér ekki
viðreisnar von vegna líffræðilegra áhrifa
langvarandi kúgunar er auðvitað fjar-
stæða, enda þótt „glöggir" marxistar séu
bornir fyrir henni. Slík kenning virðist
mér engu betri en sósíaldarwinisminn
og raunar hliðstæða við hann.
Mér þykir trúlegt, eins og haldið er
fram í grein Þ.V., að hagsmunir ein-
staklinga og stétta móti að meira eða
minna leyti lífsskoðanir manna og heim-
spekileg viðhorf. Sumir telja að hug-
myndin um náttúruval sé komin frá
hagfræðikenningu Malthusar, að mann-
kyninu fjölgi ætíð meira en svo að unnt
sé að afla fæðu handa öllum. Sú kenn-
ing fær ekki lengur staðist, en kenning
Darwins er hins vegar enn í fullu gildi.
Þó að vitað sé með vissu að núlifandi
tegundir jurta og dýra hafi orðið til á
óralöngum tíma við breytingu og þróun
frá einfaldari og fmmstæðari lífverum,
þá er þó ekki þar með svarað spurning-
unni um upphaf lífsins. Hvernig varð
lifandi efni til af líflausu efni í upp-
hafi?
Um þetta vandamál hefur rússneski
vísindamaðurinn A. I. Oparin fjallað
öðmm betur í bók sinni: Uppruni lífs-
ins á jörðinni (3. útg. 1957). Utdráttur
eða styttri gerð þessarar bókar kom á
íslensku á forlagi Heimskringlu 1960.
Oparin hefur sýnt fram á, að löngu áður
en líf varð til á jörðinni myndaðist líf-
rænt efni, þ. e. sambönd kolefnis o. fl.
efna, og þróaðist á löngum tíma í flók-
in efnasambönd, sem líktust eggjahvím-
efnum þeim sem einkenna allar lifandi
verur. Þá er enn löng leið til myndunar
lifandi efnis og myndunar fyrsm lífver-
anna, sem vom mun ófullkomnari en
einföldusm lífvemr sem nú þekkjast.
Eg reyni ekki að lýsa hugmyndum Opar-
ins hvernig þetta hafi orðið, en vísa til
bókar hans sem áður var nefnd.
Þ.V. notar orðið stalínismi í dálítið
óljósri, en þó niðrandi merkingu (að
því er mér virðist). Þyrfti það nánari
skilgreiningar við, því það er ævinlega
ókosmr í fræðilegri umræðu ef merking
orða er óglögg. Hvað er þá stalínismi
222