Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 10
Timarit Máls og memiiiigar Námsefninu er það yfirleitt sameiginlegt að það fjallar nm formlega hlið þjóðfélagsins, lýsir því eins og það lítur út fyrir að vera eða ætti að vera sam- kvæmt skráðum eða óskráðum reglum. Ef einhver nemandi tæki bækurnar alvarlega hlyti hann að sitja eftir með þá hugmynd að forsetinn væri valda- mesti maður ríkisins. Hér má til tilbreytingar vitna í landafræðibókina: Löggjafarvald er í höndum forseta og Alþingis. Alþingismenn eru kosnir til fjögurra ára, 49 eru kosnir í 8 kjördæmum, og 11 eru land- kjiirnir. Ráðherrar fara með framkvænidavald fyrir hönd forseta og bera ábyrgð fyrir Alþingi. Alþingi og ríkisstjórn hafa aðsetur í Reykjavík, en forsetinn á Bessastöðum á Álftanesi. En raunar býst ég varla við að börnin tengi þennan fróðleik við nokkuð utan bókanna enda eru þær fullar af efni sem þegar er óhjákvæmilega farið að rekast á daglega reynslu þeirra. í félagsfræðibókinni segir til dæmis: Þeim, sem hallar réttu máli, trúir enginn. Hann glatar trausti og virðingu. „Hann er ekki allur þar, sem hann er séður,“ - er sagt um hann, - og það eru sjaldnast góð meðmæli. Þó er það ef til vill verst að hvergi er leitast við að lýsa þjóðfélaginu sem starfandi heild, gangverki þar sem eitt er öðru tengt og háð. Börnum er hvergi gefið undir fótinn að hugsa hvernig eitt breytist ef öðru er breytt, og þannig eru þau svipt möguleikunum til að geta tekið pólitískar ákvarðanir eða metið pólitískar ákvarðanir annarra. Félagsfræðibókin eyðir þrem blaðsíðum í fræðslu um kosningar og tekur fram að kosningarréttinum fylgi mikil ábyrgð, en ekkert er gert til að hjálpa fólki að axla þá ábyrgð. Ég get ímyndað mér að þessar staðhæfingar veki upp þrenns konar athuga- semdir hjá lesendum. I fyrsta lagi munu einhverjir segja að kennarar geti bætt því við námsefnið sem á vantar og geri það oft. Það er vafalaust rétt, en þá má spyrja hvers vegna skuli prenta aukaatriðin í bókum en treysta á einstaka kennara að segja frá því sem skiptir máli. í öðru lagi munu einhverjir minnast þess að þessar bækur eru vonandi aðeins til bráðabirgða; ætlunin er að semja námsefni í samfélagsfræði fyrir grunnskóla sem á að samþætta framantaldar greinar allar. En athugasemdir mínar verða þá vonandi til að sýna að það er bráð nai^jyn að hraða endurskoðun námsefnisins og forðast að gera sömu mis- tökin aftur. Loks mun sennilega einhverjum detta í hug moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp að undanförnu um pólitíska innrætingu í skólum. Af mínum kynnum af börnum og unglingum hef ég að vísu hvergi orðið var við þessa innrætingit nema helst eitthvað lítillega í fermingarundirbúningi. Þar veit ég um dæmi þess að reynt hefur verið að telja börnum trú um að það væri eitt- 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.