Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar MÆLIKERIÐ Uppskrift: Búðu til einbýlishúsagötu sem er lítill heimur og út af fyrir sig. Hafðu þar eina kjaftakellingu og góð- látlegar nágrannaerjur. Gefðu flestum uppnefni. Taktu síðan pabba mömmu barn og bíl (jafnvel hund) og settu í eitt húsið. Gerðu pabbann brandarakall sem sífellt er að finna upp á einhverju, láttu mömmuna vera dálítið hneykslaða á uppátækjum hans: „— Jörundur, þó! sagði mamma aðvarandi." (bls. 85) og láttu barnið segja söguna. Þvínæst tín- irðu til nokkra gamla brandara og býrð líka til einhverja sjálf(ur). Þá ertu kom- in(n) nokkuð langt í að búa til bók á borð við Mœlikerið} Til þess að forðast að bókin minni um of á smábrandara- safn eru kaflarnir tengdir með baksvið- inu og atriðum sem í þessu tilviki eru: Rotta í klóaki götunnar, happdrættis- vinningur og ferðalag. Freistandi er að láta þetta standa sem úttekt á bókinni en það er þó heldur einföld mynd án frekari skýringa. Höf- undurinn virðist hafa gaman af að segja þessa brandara og leitast við að skrifa gott mál. Það heppnast sæmilega. Þá gera stuttir kaflar og samtöl bókina lipra. Sögusviðið á að vera Reykjavík nú- tímans en virðist þó frekar eiga við smábæ þar sem allir þekkja alla. í fjöl- skyldunni sem sagan greinir mest frá er húsbóndinn og tölvufræðingurinn Jörundur aðalpersóna. Hermína kona hans er heimavinnandi húsmóðir og þau eiga 14 ára dótmr, Berglindi. Hvorki gatan né fjölskyldan (ung hjón með 1 Indriði Úlfsson: Mcelikerið. Skjald- borg, Akureyri 1978, 110 bls. einn ungling og konan er heima) eru dæmigerð fyrir samtíma Reykjavík. Þó virðist sem höfundur hafi í hyggju að gefa einhverja mynd af veruleikanum með sögu sinni. Það sést af lokaorðum bókarinnar: „Hvar býrð þú? Att þú kannski heima í Fagrastræti?" (bls. 110) Á lokasíðu bókarinnar kemur megin- boðskapur hennar líka fram: „— Allir dagar eru merkilegir, og einnig skemmtilegir, sagði mamma, ef maður gerir sitt til þess að þeir verði það.“ (bls. 110) Fyrir utan þennan meg- inboðskap er bryddað upp á fleiru í bókinni. Höfundurinn vikur að meng- un í tveimur línum; þá sýnir fjölskyld- an náungakærleik með því að bjóða öldruðum nágrönnum sínum með í ferðalag. Einnig er gert góðlátlegt grín að þeim sið að setja rótarhnyðjur, vagn- hjól og ryðguð heyvinnsluverkfæri for- tíðarinnar til skrauts í garða. Höfundurinn virðist lika hafa áhuga á að sýna fjölskyldu sem lifir í sátt og samlyndi og tekur í sameiningu ákvarð- anir um flesta hluti. Raunar leggur höf- undurinn áherslu á að konan hafi tögl- in og hagldirnar: „Mamma ræður yfir- leitt öllu, nema þegar hún gefur pabba leyfi til þess að ráða.“ (bls. 7) Þetta ásamt orðum húsbóndans: „Við viljum öll jafnrétti, konur ekki síður en karlar“ (bls. 31), sem hann notar raunar í brandara, bendir til að höfundur sé kunnugur umræðum um jafnréttismál og vilji sýna e.k. jafnrétti í fjölskyld- unni. Ef svo er, á hann langt í land. Húsmóðirin á heimilinu er bundin við potta sína og pönnur, hvort sem er hvers- dags eða í leyfum. I útilegunni birtist fordómaleysi mannsins á dálítið brcs- legan hátt. Hópurinn slakar á en mamm- an stendur á fætur: „— Hvað hugsa ég? — Það er kom- 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.