Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 64
Tímarit Máls og menningar
Þegar Nadja kom heim með brauðið fór húp beint og tók tómatsósu-
flöskuna úr hillunni. Hún var á leiðinni út þegar pabbi hennar stansaði
hana:
— Og hvert ætlarðu með þetta?
— Það er gömul kelling sem bað mig að færa sér þessa tómatflösku.
— Vertu kjur, sagði Papa Saíd. Ef þessi kelling þarf eitthvað þá getur
hún komið eftir því sjálf.
Nadja var afskaplega hlýðin og gegndi þessu. En daginn eftir stoppaði
kellingin hana aftur þar sem hún var að sendast.
— Jæja, Nadja mín. Hvar er tómatsósan?
— Mér þykir fyrir því, sagði Nadja og roðnaði, en pabbi bannaði mér
það. Hann segir að þér eigið að koma sjálf.
— Ágætt, sagði sú gamla, ég kem.
Og undireins þann sama dag kom hún í nýlenduvörubúðina:
— Góðan daginn, herra Saíd.
—• Góðan dag, frú mín. Hvað var það fyrir yður?
— Ég ætla að fá Nödju.
— Ha?
— Æ, forlátið! Hvað ég vildi sagt hafa: flösku af tómatsósu.
— Jú, akkúrat! Stóra eða litla?
— Stóra, það er út á Nödju...
— Hvað þá?
— Nei, nei! Hvað ég vildi sagt hafa: það er út á spaghettí ...
— Jú, einmitt! Ég á spaghettí hérna líka ...
— Ó, en það er óþarfi, ég hef Nödju ...
— Hvað þá?
— Afsakið, hvað ég vildi sagt hafa: spaghettíið, ég hef það heima ...
— Fyrst svo er ... flaskan, gjörið svo vel.
Sú gamla tók flöskuna, borgaði hana. En hún fór samt ekki út heldur
stóð og hampaði flöskunni:
— Humm! Kannske er hún dálítið þung... Gætuð þér ekki ...
190