Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 7
Adrepnr
Gunnar Karlsson
Um pólitískt uppeldi
Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar, hinn 4. mars síðastliðinn, gaf biskup íslands út
ávarp þar sem hann sagði meðal annars:
Og mörg börn í þessu landi eru trúarlega vannærð. Þau kynnast ekki
trúariðkun, fá ekki svör við trúarlegum spurningum, sem á hugann leita,
fá ekki svalað þeirri trúarþörf, sem hverju barni er í brjóst borin. Þeim
er ekki hjálpað til þess að læra að þekkja Guð í mynd Jesú Krists. Þar
með eru þau svipt vitneskju um þann kærleika, sem þau geta alltaf
treyst. Þau fara á mis við að kynnast helgi, rósemi og friði bænar og
tilbeiðslu.
Ég vitna ekki til orða biskups af því að ég ætli að andmæla þeim eða draga
réttmæti þeirra í efa. En mér datt í hug þegar ég heyrði þau fyrst höfð eftir
að það væri annars konar þörf sem börn fengju ekki svalað heldur. Ég er sann-
færður um að við getum snúið ákalli biskups upp á annað efni og sagt með
að minnsta kosti jafnmiklum rétti:
Og mörg börn í þessu landi eru pólitískt vannterð. Þau kynnast ekki
pólitísku starfi, fá ekki svör við pólitískum spurningum sem á hugann
leita, fá ekki svalað þeirri pólitísku þörf sem hverju barni er í brjóst borin.
Þeim er ekki hjálpað til að læra að skilja þjóðfélag sitt. Þar með eru þau
svipt möguleikum til að geta tekið afstöðu og starfað af viti í lýðræðis-
þjóðfélagi. Þau fara á mis við að kynnast ánægju og nautn vitsmuna-
legrar stjórnmálaumræðu.
Um þörfina á pólitísku uppeldi ættu að minnsta kosti tveir skoðanahópar
að geta verið sammála. Annars vegar eru þeir sem telja að núverandi þjóð-
skipulag hafi runnið skeið sitt á enda og tími sé kominn til að breyta því í
eitthvað nýtt. Hins vegar eru þeir sem vilja viðhalda núverandi kerfi sem opnu
og lýðræðislegu skipulagi vegna þess að það sé hið besta hugsanlega. Báðir
þessir hópar hljóta að treysta á að fræðsla og þekking muni draga fylgismenn
að þeirra málstað. Eini skoðanahópurinn sem telur þörf á að leyna börn og
unglinga einhverju um þjóðfélagsmál hlýtur að vera sá sem vill viðhalda skipu-
133