Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 28
Tímarit Máls og menningar Að sumu leyti er það auðvitað miður heppilegt; hann (hjarðmaðurinn) getur þá ekki klifrað um hamra og gil á meðan. Að öðru leyti er þetta aftur þægi- legt. Hann fær þá hvíld frá harðréttinu og líður betur og fær betri mat en hann er vanur.... Já - hjarðmaðurinn er hamingjusamur maður. (bls. 71- 72) Munurinn á Korsíkubúum og danska dýralækninum kemur mjög greini- lega í ljós en það er sagt frá misréttinu á þann hátt að það er eins og ekkert sé sjálfsagðara. Tæknivæðing búskaparins á Korsíku gengur ekki og dýralæknirinn verð- ur fyrir slysi og deyr. Sonurinn Glenn flýr til fjalla ásamt syni hjarðmanns nokkurs. I lok bókar eru þeir báðir orðnir útlagar, sjálfstæðir og frjálsir í náttúrunni. Þar með hefur draumur hins firrta borgarbúa ræst. „... há- menntaður og prúðmenni í framgöngu, en lifði óbrotnu hjarðmannslífi." (bls. 92) Þessu svipar mjög til enska lávarðarins Tarsans sem sveiflar sér frjáls á milli trjánna í Afríku á mittisskýlu einni fata, talar við dýrin og er einvaldur frumskógarins. Þetta eru rómantískir draumórar og heldur óraunhæf leið út úr þeim vanda sem firringin í iðnaðarsamfélagi óneitanlega er. Þegar drengur vill bendir á þá leið að snúa aftur til hins frumstæða lífs í náttúrunni. Slíkt er bara til þess fallið að rugla fólk í stað þess að hugsa um alvöru leiðir út úr vandanum. Ekki er hægt að skiljast við þetta efni án þess að minnast á bækurnar um Pétur Most skipstjóra. Þær hafa nú verið bannaðar, a. m. k. á almenn- ingsbókasöfnum, í Danmörku og Bretlandi vegna kynþáttafordóma. Eftir lestur þeirra tveggja sem voru endurútgefnar á Islandi 1972 og 1973 leik- ur enginn vafi á því að það bann er á rökum reist. Pétur Most ferðast víða m. a. til Astralíu, Kyrrahafseyja, Suður-Ameríku og Norður-Afríku og kynnist fólki sem byggir þessi lönd. Undantekningarlaust er farið niðrandi orðum um þetta fólk og tönnlast á fáfræði þess og hjátrú. Svertingjum er hér sem víðar líkt við villidýr. A einni blaðsíðu er t. d. að finna eftir- farandi nafngiftir: „sá negraþrjótur“, „þetta svarta dót“, „þessi negralýð- ur“.8 Stöðugt er ámálgað hver sé minni máttar og hver aftur á móti bor- inn til forystu. Það er að sjálfsögðu hinn ljóshærði og bláeygði Pétur Most því: „Betri maður en þessi ungi Dani hefur aldrei staðið á nokkru þil- fari.“9 Eftir að hafa athugað hugmyndafræði bókanna er greinilegt að í lang- 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.