Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 28
Tímarit Máls og menningar
Að sumu leyti er það auðvitað miður heppilegt; hann (hjarðmaðurinn) getur
þá ekki klifrað um hamra og gil á meðan. Að öðru leyti er þetta aftur þægi-
legt. Hann fær þá hvíld frá harðréttinu og líður betur og fær betri mat en
hann er vanur.... Já - hjarðmaðurinn er hamingjusamur maður. (bls. 71-
72)
Munurinn á Korsíkubúum og danska dýralækninum kemur mjög greini-
lega í ljós en það er sagt frá misréttinu á þann hátt að það er eins og ekkert
sé sjálfsagðara.
Tæknivæðing búskaparins á Korsíku gengur ekki og dýralæknirinn verð-
ur fyrir slysi og deyr. Sonurinn Glenn flýr til fjalla ásamt syni hjarðmanns
nokkurs. I lok bókar eru þeir báðir orðnir útlagar, sjálfstæðir og frjálsir
í náttúrunni. Þar með hefur draumur hins firrta borgarbúa ræst. „... há-
menntaður og prúðmenni í framgöngu, en lifði óbrotnu hjarðmannslífi."
(bls. 92) Þessu svipar mjög til enska lávarðarins Tarsans sem sveiflar sér
frjáls á milli trjánna í Afríku á mittisskýlu einni fata, talar við dýrin og
er einvaldur frumskógarins.
Þetta eru rómantískir draumórar og heldur óraunhæf leið út úr þeim
vanda sem firringin í iðnaðarsamfélagi óneitanlega er. Þegar drengur vill
bendir á þá leið að snúa aftur til hins frumstæða lífs í náttúrunni. Slíkt
er bara til þess fallið að rugla fólk í stað þess að hugsa um alvöru leiðir út
úr vandanum.
Ekki er hægt að skiljast við þetta efni án þess að minnast á bækurnar
um Pétur Most skipstjóra. Þær hafa nú verið bannaðar, a. m. k. á almenn-
ingsbókasöfnum, í Danmörku og Bretlandi vegna kynþáttafordóma. Eftir
lestur þeirra tveggja sem voru endurútgefnar á Islandi 1972 og 1973 leik-
ur enginn vafi á því að það bann er á rökum reist. Pétur Most ferðast víða
m. a. til Astralíu, Kyrrahafseyja, Suður-Ameríku og Norður-Afríku og
kynnist fólki sem byggir þessi lönd. Undantekningarlaust er farið niðrandi
orðum um þetta fólk og tönnlast á fáfræði þess og hjátrú. Svertingjum
er hér sem víðar líkt við villidýr. A einni blaðsíðu er t. d. að finna eftir-
farandi nafngiftir: „sá negraþrjótur“, „þetta svarta dót“, „þessi negralýð-
ur“.8 Stöðugt er ámálgað hver sé minni máttar og hver aftur á móti bor-
inn til forystu. Það er að sjálfsögðu hinn ljóshærði og bláeygði Pétur Most
því: „Betri maður en þessi ungi Dani hefur aldrei staðið á nokkru þil-
fari.“9
Eftir að hafa athugað hugmyndafræði bókanna er greinilegt að í lang-
154