Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 118
Timarit Máls og menningar
hann lætur Sigurjón bónda aka um á
Ursus dráttarvél og ganga í skítugri úlpu
og vaka yfir lambánum löngum stund-
um eins og tíðkast á sauðburði. Lýsing-
ar á hlutveruleikanum eru sem sagt all-
ar með ummerkjum eins og í tugum
annarra sveitalífssagna og það er ekki
nema gott eitt um það að segja. Þetta
er nú einu sinni sá hlutveruleiki sem
við sitjum uppi með í okkar daglega
lífi og þurfum væntanlega að gera enn
um hríð. Hann er nokkurs konar rammi
utan um lífsferil okkar, sögu okkar ef
menn vilja heldur hafa það þannig, og
í sögum eins og þeirri sem hér um
ræðir er hann það líka. Það er til mý-
grútur af sögum þar sem þessar sömu
lýsingar eru til staðar en eru að öðru
leyti ólikar þessari bók.
Það er einfaldlega vegna þess að þau
líkindi bóka sem fólgin eru í svipaðri
meðferð hlutverkuleikans skipta engu
máli eins og áður hefur verið rakið. Það
er grundvallaratriði þessa máls að bók-
menntalegt raunsæi sem svo er kaliað
er alls ekki raunsæi. Það er ekkert raun-
sæi til nema „krítískt" raunsæi og það
er raunsæi í skoðunum. Þegar þetta er
haft í huga verður dálítið broslegt að
hugsa til allra þeirra bókmenntafræð-
inga, innlendra og erlendra, sem á síð-
ustu árum hafa reynt að bjarga bók-
menntunum með kenningum um nýja
og betri meðferð hlutveruleikans. Það
er eins og kellíngin sagði: það þýðir
lítið að lóga kú með því að höggva af
henni halann.
Raunscei i skoðuntim
Guðjón Sveinsson lætur sér ekki
nægja hið lítilþæga raunsæi ríkjandi
stéttar. Hann er gagnrýninn og meðvit-
aður rithöfundur sem hefur sitthvað að
segja og þess vegna er sagan hans góð.
í Glatt er i Glaumbce kemur ýmis-
legt fram um hlutverk kynjanna og
einnig um verðmætamat og virðingu
fyrir náttúrunni. Allt eru þetta efni sem
eiga mikið erindi til barna og það hefur
tvímælalaust uppeldislegt gildi að ræða
um þessi mál við þau af raunsæi og
skilningi.
Raunsæi Guðjóns er í því fólgið að
hann tekur afstöðu gegn hefðbundinni
hlutverkaskiptingu kynjanna. Faðirinn í
sögunni reynir að vísu stundum að leika
h:nn sígilda föður en það mistekst yfir-
leitt og drengnum lærist að það gerir
ekkert til. Hann er góður og hjartahlýr
maður og þess vegna hefur hann efni á
því að vera stundum hlægilegur, klaufsk-
ur og leiðinlegur. Faðirinn er þannig
sviptur þeim kulda, þeirri hörku og
glæsibrag sem löngum hefur verið stolt
karlmanna cg þetta skapar möguleika á
trúnaðarsambandi milli þeirra feðga sem
sem er bæði fallegt og eftirsóknarvert.
A svipaðan hátt er þurrkuð af móður
drengsins öll sú fórnarslepja sem gjarn-
an einkennir eiginkonur og mæður í
sögum. Hún gengur að öllum verkum
með karli sínum og tekst misjafnlega
rétt eins og honum og henni líkar
einnig misjafnlega við bæði hann og
strákinn. Hún er með öðrum orðum
venjuleg og heilbrigð manneskja en það
er sjaldgæft í bókmenntum jafnvel þó
þær kallist raunsæjar á borgaralega vísu.
Fjölskyldan í Glaumbæ hefur heldur
lítið af efnislegum gæðum að segja. Þau
eiga til dæmis ekki bíl og þau erfiða
mikið við búið þar sem tæknivæðing
e: í lágmarki. Það er Sigurjón bóndi
sem mótar þessa stefnu og kostir henn-
ar og gallar birtast sæmilega í bókinni.
Höfundurinn er þó nokkuð hallur undir
þær skoðanir sem hann leggur Sigur-
jóni í munn og það finnst mér dálítill
244