Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 115
fólksins í sveitinni, flestar raunsæjar og
oft dálítið fyndnar.
„Leyndarmálið" er væntanleg barns-
fæðing, en Hanna María eignast hálf-
systur í bókarlok. Eftirvænting hennar
og gleði yfir systurinni er blandin ofur-
lítilli afbrýðisemi vegna þess að þegar
hún sjálf var „leyndarmál" var pabbi
hennar hvergi nálægur til að gleðjast
yfir henni. Um þetta er fjallað á lát-
lausan og elskulegan hátt, og fremur
opinskátt, a. m. k. ef miðað er við sögu-
tímann, þegar flestum börnum var sagt
að ljósmóðirin kæmi með börnin í tösk-
unni.
Annar helsti viðburður er sumardvöl
reykvískra systkina, sem Hanna hefur
kynnst á sjúkrahúsi og boðið heim. Þau
eru föðurlaus, móðirin fátæk þvotta-
kona, stúlkan heilsulaus engill, en strák-
urinn verðandi vandræðabarn, - sannar-
lega klassiskar barnabókapersónur. Allt
lagast þetta að sjálfsögðu í blessaðri
sveitinni, - efnuð hjón taka fjölskyld-
una upp á arma sína, bjóða móðurinni
kaupavinnu og ákveða að kosta Björk
litlu til náms, eftir að hún hefur málað
mynd af bænum þeirra. Þessi krafta-
verkalausn á vanda þeirra systkina, góða
ríka fólkið sem tekur að sér góða fátæka
fólkið, er eitthvert væmnasta og þvæld-
asta barnabókaminni sem um getur og
spillir því raunsæi sem yfirleitt er ríkj-
andi í þessari sögu.
Persónur eru annars fjölmargar og
hefur meiri hluti þeirra áður komið við
sögu í fyrri bókunum. Það fólk kemur
oftast blaðskellandi inn í söguna án
nokkurrar kynningar, sem er óneitan-
lcga dálítið óþægilegt fyrir nýja lesend-
ur. Af þessu leiðir og að persónusköpun
er oft næsta lítil ef þessi bók er séð ein
og sér. Séu allar bækurnar hins vegar
lesnar í röð verða flestar persónur nokk-
Umsagnir um bcekur
uð skýrar en oft ansi einhiiða, fulltrúar
mismunandi eiginleika eða lífsviðhorfa,
sem höfundur teflir fram til að koma
boðskap sínum á framfæri.
Auk Hönnu Maríu og afa er Reyk-
víkingnum Badda og vini hans Sverri
einna best lýst. Þeir eru býsna lifandi og
skemmtilegir pjakkar og hugsanagangur
þeirra og viðbrögð við ýmsum uppá-
kcmum hygg ég að komi mörgu barna-
fólki kunnuglega fyrir sjónir.
Söguhetjan Hanna er fulltrúi hins
heilbrigða og náttúrlega. Hún gerir gys
að tildurrófunni Viktoríu sem lifir og
hrærist í uppskrúfuðum ástardraumum,
sóttum í „óskabækur ungu stúlkunnar,
eiginkonunnar og unnustunnar". Einnig
sér hún í gegnum töffarann Viktor sem
reynir að dylja sinn viðkvæma innri
mann með yfirdrifnum karlmennskutil-
burðum. Milli hans og Hönnu er ekta
vinátta, ólík hugmyndum Viktoríu um
samband kynjanna. Hanna er líka bless-
unarlega óbundin af hinu hefðbundna
kvenhlutverki, sem enn er algengast í
barnabókum, enda stundum kölluð
strákastelpa. Hún er sjálfstæð í skoðun-
um og jafnvel hugaðri og ráðabetri en
strákarnir, vikingur til verka og fyrir-
lítur pjatt og væfluskap hinna stelpn-
anna. Þegar þau Viktor róa til fiskjar
er hún skipstjórinn.
En Hanna á líka sínar erfiðu stundir.
Einkanlega veldur stríðið, sem geisar úti
í heimi, henni áhyggjum, sakar áður ör-
uggri heimsmynd hennar og tengist
vaknandi efa um alvisku afa og ömmu
og tilveru þess guðs sem þau hafa kennt
henni að treysta.
Afi í Koti kveður að vísu þessar efa-
semdir niður um stundarsakir, en hann
er aðaluppalandi Hönnu og allra hinna
barnanna sem fóstruð eru í Koti um
Icngri eða skemmri tíma. Afi er um-
1G TMXI
241