Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 101
Tengsl skóla og atvinnulífs 1.2. Markmið skólastarfs. Markmið skólastarfs eru margvísleg og ekki vænta allir þess sama af skóla. Flestir eru sammála um það hlutverk skólans að aðstoða nemendur sína við þekkingaröflun og þjálfun rökhugsunar en efling félagslegs og tilfinn- ingalegs þroska auk verklagni og leikni í félagslegum samskiptum eru þættir sem einnig þurfa að skipa verðugri sess en nú er reyndin. Athygli skólastarfs beinist allt of mikið að greindinni, þ. e. greind til bóknáms, meðan t. d. verknámsgreind er skipað á óæðri bekk, að ekki sé minnst á greind sem birtist í hæfileikum til sjálfstæðrar sköpunar, félagslegs frum- kvæðis, heiðarleika, hjálpsemi, blíðu, tillitssemi eða þeim eiginleika að geta sett sig í spor annarra. Ef skóli á að geta stefnt að margvíslegum markmiðum þarf sú reynsla sem hann veitir nemendum sínum að vera mjög fjölbreytt og í sem nán- usmm tengslum við umhverfið, auk þess sem hún þarf að byggja á fyrri reynslu nemenda og foreldra þeirra. Aður fyrr fylgdust börn og unglingar með störfum fullorðna fólksins og tóku þátt í þeim. Það var þeirra líf og um leið undirbúningur undir líf og starf fullorðinsáranna. Dóttir lærði af móður, sonur af föður. Þannig fór menntunin fram og þannig fer hún enn fram í frumstæðum þjóð- félögum. En í iðnvæddum samfélögum nútímans hefur menntun verið allglögglega afmörkuð frá öðrum þáttum félagslegrar mótunar, menntunin hefur flust frá lífinu sjálfu inn í sérstakar stofnanir, stórar og flóknar, skólana. Þótt hlutverk skólans sé stórt í almennri mótun einstaklingsins er hann aðeins einn vettvangur af ótalmörgum þar sem menn læra. Mótun og nám fer ennþá eins og áður fram í daglegu lífi innan fjölskyldu, í samskiptum við félaga, á vinnustað, í íþróttum og öðru tómsmndastarfi o. s. frv. Skól- inn er hluti af stærri heild en starfar einangrað í furðu litlum tengslum við umhverfið og þjóðfélagsþróunina. 13- Tengsl við nánasta umhverfi. Eins og áður segir ætti skólinn að miða starfsemi sína meira við það um- hverfi sem hann starfar í og ekki síst við reynsluheim nemenda sinna og foreldra þeirra sem að sjálfsögðu er mismunandi eftir því hvar byggðin 227
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.