Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 101
Tengsl skóla og atvinnulífs
1.2. Markmið skólastarfs.
Markmið skólastarfs eru margvísleg og ekki vænta allir þess sama af skóla.
Flestir eru sammála um það hlutverk skólans að aðstoða nemendur sína
við þekkingaröflun og þjálfun rökhugsunar en efling félagslegs og tilfinn-
ingalegs þroska auk verklagni og leikni í félagslegum samskiptum eru
þættir sem einnig þurfa að skipa verðugri sess en nú er reyndin. Athygli
skólastarfs beinist allt of mikið að greindinni, þ. e. greind til bóknáms,
meðan t. d. verknámsgreind er skipað á óæðri bekk, að ekki sé minnst á
greind sem birtist í hæfileikum til sjálfstæðrar sköpunar, félagslegs frum-
kvæðis, heiðarleika, hjálpsemi, blíðu, tillitssemi eða þeim eiginleika að geta
sett sig í spor annarra.
Ef skóli á að geta stefnt að margvíslegum markmiðum þarf sú reynsla
sem hann veitir nemendum sínum að vera mjög fjölbreytt og í sem nán-
usmm tengslum við umhverfið, auk þess sem hún þarf að byggja á fyrri
reynslu nemenda og foreldra þeirra.
Aður fyrr fylgdust börn og unglingar með störfum fullorðna fólksins
og tóku þátt í þeim. Það var þeirra líf og um leið undirbúningur undir
líf og starf fullorðinsáranna. Dóttir lærði af móður, sonur af föður. Þannig
fór menntunin fram og þannig fer hún enn fram í frumstæðum þjóð-
félögum. En í iðnvæddum samfélögum nútímans hefur menntun verið
allglögglega afmörkuð frá öðrum þáttum félagslegrar mótunar, menntunin
hefur flust frá lífinu sjálfu inn í sérstakar stofnanir, stórar og flóknar,
skólana.
Þótt hlutverk skólans sé stórt í almennri mótun einstaklingsins er hann
aðeins einn vettvangur af ótalmörgum þar sem menn læra. Mótun og nám
fer ennþá eins og áður fram í daglegu lífi innan fjölskyldu, í samskiptum
við félaga, á vinnustað, í íþróttum og öðru tómsmndastarfi o. s. frv. Skól-
inn er hluti af stærri heild en starfar einangrað í furðu litlum tengslum
við umhverfið og þjóðfélagsþróunina.
13- Tengsl við nánasta umhverfi.
Eins og áður segir ætti skólinn að miða starfsemi sína meira við það um-
hverfi sem hann starfar í og ekki síst við reynsluheim nemenda sinna og
foreldra þeirra sem að sjálfsögðu er mismunandi eftir því hvar byggðin
227