Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
Ég horfi dálítið undrandi á mömmu. Hún sér hvað ég er hlessa og segir:
Eiga kannski þannig leikföng ekki að þroska? Eða er það kannski líka
lygi? Hvernig er það ljúga allir, einnig félagið Þroskahjálp?
Oli pabbi horfir á konuna sína. Hún verður fyrir svo miklum von-
brigðum, að hún fær sér stóran sopa af meðalinu.
Það ljúga allir í heiminum, segir Oli pabbi. Ég er steinhættur að trúa.
Oli, komdu til pabba. Við bullum og skiljum með bulli.
Hvar lendir þetta? spyr mamma. Er stefnt að því að gera foreldra tor-
tryggna? Við fylgjum reglunum og kaupum eintóm þroskaleikföng. En
svo þroskast Oli ekki baun. Ég fæ þroskaþjálfara heim. Hann er alltaf
með Ola úti í pollum. En samt fæst Oli ekki til að baða sig.
Oli pabbi tekur Ola af mér. Þeir fara báðir að róla sér í mesta sakleysi.
Og Oli pabbi syngur:
Eitt sinn var Óli krakki
ósköp hálfgerður rakki
hann gelti: voff, voff, voff, voff, voff,
og elti
refi, ketti og rúnaða steina.
Þessi krakki var á flakki
og minnti á blessaðan hann Bjána
og hann kunni að fljúga
og hann kunni að Ijúga
alla fulla af þvælu;
en hvílíkt undur,
hann Óli reif veruleikann sundur!
Voff, voff, gelti hæna og fór að spræna.
Þetta má ekki kenna barninu, segi ég. Þetta er dónalegt og órökrétt.
Óla mamma verður nú ofsalega reið. Hún ræðst að mér og segir:
Farðu burt. Það berst enginn þroski hingað inn á þetta heimili með
þér. Þú brjálar og gerir mann vitlausa. Börnin læra að tala með sínu
bulli, og alveg út í hött. Farðu, eða þú gerir okkur vitlaus.
Stilltu þig, segir Óli pabbi. Nei, vertu kyrr. Við þurfum að fara og fá
okkur meðöl. Ekki getum við bundið Óla við rúmfót eða reyrt hann í
rólu.
176