Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 104
Timarit Máls og menningar
Vettvangsfræðslan hefur verið fastur liður á stundaskránni. Hvern mið-
vikudagsmorgun allan veturinn hafa nemendur farið til náms og starfa í
hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir í bænum og dvalið þar í þrjár til fjórar
klukkustundir. Hér er um að ræða fiskvinnslufyrirtæki, verslanir, skrif-
stofur, verkstæði, þjónustustofnanir, sveitabýli, togara o. fl. (Sjá upptaln-
ingu, rammi 1).
Eftir hádegi hafa þeir síðan sótt sína almennu tíma í skólanum. Hver
nemandi fer fjórum sinnum, þ. e. fjóra miðvikudagsmorgna, á hvern vinnu-
stað og kynnist því sex mismunandi vinnustöðum yfir veturinn. A flesta
staði kemur aðeins einn nemandi í einu en á nokkra koma fjórir til sex
í hópi. Það eykur sjálfstæði þeirra að vera ein síns liðs og hafa ekki félaga
í nánd til að halla sér að eins og þau hafa oftast bæði í skólanum og tóm-
stundum.
2.2. Verkefni nemenda á vinnustað.
Með því að koma fjórum sinnum á hvern vinnustað fá nemendurnir tæki-
færi til að kynnast honum all vel. Reynt er að komast alveg hjá því að
nemendur horfi á fólkið vinna heldur taka þeir þátt í þeim störfum sem
þeir ráða við. A sjúkrahúsinu t. d. skúra þeir gólf, baða sjúklinga og bera
fólki mat; hjá bakaranum blanda þeir deig, hnoða og raða í ofna; í frysti-
hús og saltfiskverkun koma nokkrir saman í hópi, hlusta á fyrirlestur
verkstjóra fyrsta klukkutímann í hvert skipti sem þeir koma, en dreifast
síðan í hin ýmsu störf á eftir. Fyrirlestrarnir fjalla m. a. um nýtingu hrá-
efnis, vélar, markaðsmál og umbúðir. A dagheimilinu hjálpa þeir til við
að klæða börnin úr og í, lesa fyrir þau sögur, hjálpa til við föndur og
aðstoða við eldamennsku í eldhúsi; á bæjarskrifstofurnar koma nokkrir
saman og fá fyrsta daginn fyrirlestur um uppbyggingu stjórnkerfis bæjar-
ins, fá fjárhagsáætlun og yfirlit yfir nefndir, næsta skipti fara þeir til
bæjargjaldkera og fræðast um opinber gjöld til bæjarfélagsins og reikna út
fyrirframgreiðslu og dráttarvexti, hjá byggingarfulltrúa fylla þeir út hinar
ýmsu skýrslur sem húsbyggjandi þarf að fylla út vegna umsóknar um lóð,
byggingarleyfi og lán, í fjórða skiptið kynnast þeir störfum bókara; í
þvottahúsinu flokka þeir þvott, setja í vélar og strauja; á bifreiðaverkstæð-
inu fara þeir í vinnugalla og vinna með bifvélavirkjunum þau verk sem
þeir ráða við; í veiðiferð með togurunum, sem farin er í kringum páska
230