Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 120
Tímarit Máls og menningar og því verður amma að hugsa vel um hann en Afi hlýðir henni ekki alveg alltaf. Hann hefur mikinn áhuga á náttúrunni umhverfis sig: „I hittifyrra var hann allur í skófum, í fyrra var hann allur í stráum, núna er hann allur í fuglum." (bls. 34). Honum finnst sín veröld góð og tekur það óstinnt upp ef landinu og kostum þess er hallmælt. Hann er dálítið drjúgur með sig, snögg- ur upp á lagið og lætur ekki sinn hlut fyrr en honum hefur verið bent á að hann hafi etv. rangt fyrir sér og það er Amma sem það gerir. Hann ber mikla umhyggju fyrir öllu sem lifir og sú umhyggja gægist alltaf fram þó honum sé ekki gefið um að láta tilfinningar sínar í ljósi. Berjabítur er í rauninni mesti hroka- gikkur. Hann er bæði önugur og upp- stökkur og hér finnst honum alit vont, veðrið og berin, en hér er hann og ekki annarsstaðar og verður að láta sig hafa það að borða berin, og gerir það eftir því sem best verður séð með bestu lyst. Onugleikinn er að mestu leyti í nösun- um á honum, því hann fer smám saman að viðurkenna að ekki sé allt jafn vont og sumt jafnvel þolanlegt á þessu „skíta- landi“. Berjabítur er stoltur fugl og þyk- ir sitt land allra landa best, en slíkt stolt og slíkar skoðanir eru Iítils virði þegar maður er óralangt burtu. Þar verð- ur maður að aðlagast þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru hvort sem manni líkar betur eða ver eða deyja ella. Berja- bítur fer eftir ráðum Afa og þiggur að- stoð hans, að vísu með ólund eða hann þykist ekkert mark á honum taka, svo að í lok sögunnar er allt útlit fyrir að hann lifi veturinn af þó tvísýnt hafi út- litið verið um sinn. Sagan gerist í tveimur heimum, heimi raunveruleikans og heimi ævintýrsins. Heimur raunveruleikans er veröld Afa og Ommu. Hér er lýst ákaflega vel og fallega innilegu sambandi gamalla hjóna sem eru orðin ein í heimili og una sér vel í samskiptum við hvort ann- að og eru sjálfum sér nóg. Þau eru gáskafull og stríða hvort öðru dálítið og fara jafnvel út í snjókast og skemmta sér vel, en hafa svolitlar áhyggjur þegar þau koma inn af því hvort nokkur hafi séð til þeirra. Lýsingin á gömlu hjón- unum er eitt af því sem gerir þessa sögu sérkennilega fallega. Heimur ævintýrsins eru samskipti Afa og Berjabíts. Farið er útfyrir mörk raun- veruleikans að því leyti að Afi og Berja- bítur ræða saman og er reyndar stór hluti sögunnar fjörleg samtöl þeirra. Tengslin á milli þeirra eru í upphafi og reyndar lengst af neikvæð. Þeas. flest samtöl þeirra eru einhverskonar nöldur eða rifrildi. Þessi samtöl eru bráðlífleg og skemmtileg og kemur í þeim skýrt fram að þeir eru nauðalíkir. Báðir eru þeir bráðlyndir og láta ekki sinn hlut og þeim finnst sitt land vera best. En samt verða þeir hvor öðrum háðir og maður skynjar að þrátt fyrir nöldrið verða þeir vinir. Manni þykir kannski vænst um þann sem maður nöldrar mest við. Þessi Iýsing á samskiptum Afa og Berjabíts og þróun tengslanna milli þeirra er afar vel gerð. Þeir koma báðir fram sem ljóslifandi persónur með sér- staka eiginleika sem sumir eru þeim sameiginlegir. I samskiptum þeirra verða augljós mörg vandamál sem eru öðrum þræði viðfangsefni þessarar sögu. Þar er fyrst og fremst um það að ræða að vera framandi í nýju umhverfi og hvernig maður getur aðlagast því. Það að vera öðruvísi. Arekstrar þeirra sem miða heiminn og heimsmyndina eingöngu við sjálfan sig. Allt eru þetta vandamál sem 246
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.