Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 56
Timarit Máls og menningar
Ásta, Jón Oddur og Jón Bjarni, Þór, Ægir og Bára, Anna Rós og Sigrún
eiga öll afbragðs góða foreldra sem sýna þeim skilning og góðvild og út-
skýra fyrir þeim flókna hluti í tilverunni - eða láta það vera eins og geng-
ur. Svo eiga þau aðra góða að, afa og ömmu eða væna fóstru sem leiðir
þau, og þegar þau koma í skóla eru kennararnir miklir öðlingar. Litla hjart-
að getur hætt að hafa áhyggjur, allt er í góðum höndum.
Auðvitað eru þessar bækur misgóðar. Þær eru skrifaðar til að mæta
ákveðinni þörf, og þá eru jafnan margir kallaðir en færri útvaldir. Helsti
gallinn á þeim sumum er kannski sá að veruleikinn verður svo einfaldað-
ur að hann hættir að vera sannur. Tvær þeirra finnst mér bestar, vegna
þess að þar fer saman vönduð og nokkuð breið lýsing á samfélagi barna
og fullorðinna, góð persónusköpun og skemmtilegur frásagnarháttur. Þetta
eru bækur Guðrúnar Helgadóttur um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna
sem hafa orðið íslenskum börnum svo ákaflega kærir. Helgi skoðar heiminn
eftir Njörð P. Njarðvík (1976) hefur einnig sérstöðu meðal þessara bóka
þótt hún teljist með þeim. Þar er ekki boðuð þægð við mannlegt kerfi
heldur náttúruna sjálfa. Sagan gerist í klassísku og tímalausu íslensku
sveitaumhverfi og boðskapur hennar er friðsamleg sambúð alls sem lifir
í landinu. Hún hefur því víðari skírskotun en flestar hinna bókanna.
Aðeins hefur verið borið við að skrifa raunsæilegar sögur um unglinga
í sama anda og áðurtaldar barnabækur, en þar verður strax erfiðara um vik.
Það er ekki nóg að sætta unglingana við aðstæður sínar, það verður að
leysa vandann þannig að lausnin verði skiljanleg. Engum hefur að mínu
mati tekist eins vel og Stefáni Jónssyni að fjalla um sálrænan og félags-
legan vanda unglinga þannig að lausnin, sáttin, verði sannfærandi og
eðlileg, enda er hún oftar fólgin í því að unglingurinn skilji stöðu sína en
að vandinn leysist fyrir utanaðkomandi áhrif. Söguhetja Stefáns kemst sjálf
að niðurstöðu um hvað hún vill og nær sáttum við umhverfi sitt. Fleiri
eru þeir unglingabókahöfundar sem búa til gervilausn í bókarlok sem
engan sannfærir. Einn núlifandi höfundur vinnur mjög vel í þessum flokki
unglingabóka, það er Stefán Júlíusson, t. d. í Haustfermingu (1973).
Efinn kemur til sögunnar
En það er í unglingabókunum sem fyrst kemur upp þörfin fyrir að ganga
lengra en lýsa og leysa vanda, þörfin fyrir gagnrýnið raunsæi sem ekki
182