Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 65
Nornin í Múfftargötu
— Hvað?
— Sent Nödju með hana til mín?
En Papa Saíd var ósveigjanlegur.
— Nei, frú mín, við sendum aldrei heim. Og Nadja hefur líka annað
að gera. Ef þér loftið þessari flösku ekki þá verðið þér bara, því miður,
að skilja hana eftir!
— Þá það, sagði nornin, ég tek hana. Verið þér sælir, herra Saíd!
— Sælar, frú!
Og nornin fór með tómatsósuna. Þegar hún var komin heim sagði hún
við sjálfa sig:
— Mér dettur nokkuð í hug: í fyrramálið fer ég í Múfftargötu og bý
mig eins og sölukellingu. Þegar Nadja fer í sendiferð fyrir foreldra sína
þá næ ég í hana.
Daginn eftir var hún í Múfftargöru og þóttist vera að selja kjöt þegar
Nadja fór þar hjá.
— Góðan daginn, stúlka mín. Vantar þig kjöt?
— Nei frú, ég átti að kaupa hænu.
— Skrambinn! hugsaði nornin.
Daginn þar á eftir bjó hún sig út eins of hænsnasölukellingu.
— Góðan daginn, væna. Ætlarðu að kaupa af mér hænu?
— Ónei, frú. í dag á ég að kaupa kjöt.
— Fjárans! hugsaði nornin.
Þriðja daginn bjó hún sig enn og seldi nú bæði kjöt og hænsni.
— Góðan daginn, Nadja, góðan daginn stúlka litla! Hvað viltu fá?
Sko í dag er ég með allrahanda: nautakjöt kindakjöt, hænsni, héra ...
— Einmitt, en nú vantar mig fisk!
— Fari það og veri!
Þegar nornin var komin heim fór hún að hugsa og hugsa og á endanum
datt henni nokkuð í hug:
— Ágætt, fyrst þetta er svona, þá verð ég í fyrramálið ein og sjálf,
ALLAR sölukellingarnar í Múfftargötu!
191