Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 91
Tu tu tu Tu tu tu, eins margar ær í dag og í gær, skýli þeim skíðveggur hár. Þá sló afi stafnum sínum í jörðina eftir hljómfalli orðanna og lyfti honum loks hátt til lofts til að sýna Stínu Maríu hvað skíðveggurinn væri hár sem verndaði ærnar og lömbin í Kapela. En nú sátu þau hér og grétu, afi og Stína María. Því það voru ekki eins margar ær í dag og í gær, þær voru dauðar, ekki einu sinni minnstu lömbunum hafði verið þyrmt, og ekki hafði skíðveggurinn verið nógu hár til að fela þau fyrir úlfinum. „A morgun ætluðum við að rýja ef þau hefðu lifað,“ sagði Stína María. „Já, á morgun ætluðum við að rýja,“ sagði afi. „Ef þau hefðu lifað! “ Þegar féð var rúið í Kapela var gleðidagur, kannski ekki fyrir ærnar og lömbin í Kapela, en fyrir Stínu Maríu og afa og allt fólkið á bænum. Þá var stóri þvottastampurinn dreginn út á hólinn framan við fjárhúsið, þá voru sóttar klippurnar sem héngu uppi á vegg í skemmunni, þá kom mamma í Kapela með fallegu rauðu böndin sem hún hafði ofið, með þeim voru fætur ánna bundnir saman svo að þær stykkju ekki í burtu. Því þær voru hræddar, þær vildu ekki láta baða sig í stóra stampinum, þær vildu ekki láta reyra sig með rauða bandinu og leggja sig bjargar- lausar niður á hólinn, þær vildu ekki finna kalt járnið koma við sig og þær vildu alls ekki missa mjúku, hlýju ullina sem Kapelafólkið ætlaði að búa sér til föt úr til vetrarins. Allra hræddust voru litlu lömbin. Þau jörm- uðu svo aumkunarlega þegar þau lágu á knjám afa og vissu ekki hvers vegna var verið að klippa af þeim ullina. Það var afi sem hélt á stóru klippunum. Enginn hafði öruggara handbragð en hann. Og meðan afi klippti hélt Stína María höfði lambsins milli handa sinna og söng það sem afi hafði kennt henni: Svona, litla lambið mitt, veslings litla lamb! Ó, veslings litlu lömbin, nú hafði það komið yfir þau sem verra var. Gin úlfsins var miklu hræðilegra en ullarklippurnar, og það var einhver munur að vera dýft í stóra þvottastampinn en vera böðuð í eigin blóði. 217
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.