Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 52
Silja Aðalstemsdóttir
Frá hlýðni um efa til uppreisnar
Yfirlit yfir þróun íslenskra barnabóka síðan 19701
Lengi vel, allar götur fram á þessa öld, var lítil þörf fyrir sérstakar bækur
handa börnum á Islandi vegna þess að börn voru eins og annað fólk. Menn
deildu kjörum nokkurn veginn án tillits til þess hvað þeir voru gamlir.
Auðvitað hafði fólk aldrei svo góða yfirsýn yfir samfélag sitt að vandaðar
bækur kæmu því ekki að notum, en í bændasamfélagi fyrri alda gögnuðust
sömu bækur börnum og fullorðnum. Til marks um þetta má benda á að
það er mjög algengt að heyra fullorðið fólk, alið upp í íslenskri sveit á
fyrri hluta þessarar aldar, segja: Aldrei las ég barnabækur, ég las bara það
sem til var á heimilinu. Frá almanaki upp í guðsorðabækur með íslend-
ingasögur og skáldverk milli laga. Þetta er mjög eðlilegt, það er ekki fyrr
en í iðnvæddu þjóðfélagi, borgarsamfélagi, að börnin missa félagslegt
hlutverk sitt, einkum miðstéttarbörn, einangrast í sérstöku barnalífi og
þurfa að læra á samfélagið m. a. með hjálp bóka. Bæði börn og fullorðnir
missa smám saman yfirsýn yfir það hvernig hlutirnir hanga saman.
Þegar íslenskt þjóðfélag hefur tekið breytingum með iðnvæðingu og
fólkið flyst úr sveit í bæ, þá kemur þessi þörf upp hér: Börnin þurfa bækur
til að fá yfirsýn yfir samfélagið, til að læra hvernig það gengur, því þau
taka ekki lengur þátt í störfum þess. Auk þess þurfa þau að læra hvað er
leyfilegt og hvað ekki, þau þurfa að læra reglurnar í því samfélagi sem
þau eiga seinna að hjálpa til að reka.
Fljótlega eftir að þörfin kom upp hér fyrir sérstakar barnabækur komu
líka fram höfundar sem önsuðu henni. Frumlegar og sérkennilegar íslensk-
ar barnabækur koma upp á raunsæisskeiði 4. áratugarins, kreppuárunum,
og eflast og dafna á stríðsárunum. Þessar bækur vildu gefa börnum yfir-
sýn yfir samfélag sitt og auk þess reyndu margar þeirra að benda börnum
á rétt þeirra til mannsæmandi lífs og skýra fyrir þeim flókna hluti í til-
178