Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 52
Silja Aðalstemsdóttir Frá hlýðni um efa til uppreisnar Yfirlit yfir þróun íslenskra barnabóka síðan 19701 Lengi vel, allar götur fram á þessa öld, var lítil þörf fyrir sérstakar bækur handa börnum á Islandi vegna þess að börn voru eins og annað fólk. Menn deildu kjörum nokkurn veginn án tillits til þess hvað þeir voru gamlir. Auðvitað hafði fólk aldrei svo góða yfirsýn yfir samfélag sitt að vandaðar bækur kæmu því ekki að notum, en í bændasamfélagi fyrri alda gögnuðust sömu bækur börnum og fullorðnum. Til marks um þetta má benda á að það er mjög algengt að heyra fullorðið fólk, alið upp í íslenskri sveit á fyrri hluta þessarar aldar, segja: Aldrei las ég barnabækur, ég las bara það sem til var á heimilinu. Frá almanaki upp í guðsorðabækur með íslend- ingasögur og skáldverk milli laga. Þetta er mjög eðlilegt, það er ekki fyrr en í iðnvæddu þjóðfélagi, borgarsamfélagi, að börnin missa félagslegt hlutverk sitt, einkum miðstéttarbörn, einangrast í sérstöku barnalífi og þurfa að læra á samfélagið m. a. með hjálp bóka. Bæði börn og fullorðnir missa smám saman yfirsýn yfir það hvernig hlutirnir hanga saman. Þegar íslenskt þjóðfélag hefur tekið breytingum með iðnvæðingu og fólkið flyst úr sveit í bæ, þá kemur þessi þörf upp hér: Börnin þurfa bækur til að fá yfirsýn yfir samfélagið, til að læra hvernig það gengur, því þau taka ekki lengur þátt í störfum þess. Auk þess þurfa þau að læra hvað er leyfilegt og hvað ekki, þau þurfa að læra reglurnar í því samfélagi sem þau eiga seinna að hjálpa til að reka. Fljótlega eftir að þörfin kom upp hér fyrir sérstakar barnabækur komu líka fram höfundar sem önsuðu henni. Frumlegar og sérkennilegar íslensk- ar barnabækur koma upp á raunsæisskeiði 4. áratugarins, kreppuárunum, og eflast og dafna á stríðsárunum. Þessar bækur vildu gefa börnum yfir- sýn yfir samfélag sitt og auk þess reyndu margar þeirra að benda börnum á rétt þeirra til mannsæmandi lífs og skýra fyrir þeim flókna hluti í til- 178
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.