Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 4
Ádrepur Silja Aðalsteinsdóttir Tímaritið líka handa börnum Þetta tímaritshefti er eins konar barnahefti, með efni handa börnum og um ýmislegt sem þau og menningu þeirra varðar. í tilefni barnaárs. Þrír íslenskir rithöfundar eiga frumsamið efni handa börnum í heftinu, Guðbergur Bergsson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir, og auk þess eru hér þýdd ævintýri eftir Astrid Lindgren, þann ágæta sænska barnabókahöfund, og meist- ara Pierre Gripari. Börnin eiga sjálf frumsamin ljóð og sögu, og svo eru líka höfundarlausar romsur, þulur og vísur sem margar hafa gengið í arf frá einni kynslóð til annarrar en aðrar verið lagaðar að nýjum aðstæðum eða eru splunku- nýjar. Allt þetta efni er ætlað börnum til lestrar eða þá til að lesa hátt fyrir þau. Stálpuð börn hafa líka gagn og kannski gaman af að lesa greinarnar um barnabækur, ekki síst grein Kristínar Jónsdóttur og Auðar Guðjónsdóttur um Tarsan, Gunnu og Christopher Cool ungnjósnara: Þýddar barnabækur. Bóka- dómar eru eingöngu um barnabækur að þessu sinni. Uppeldismál eru til umræðu í fróðlegri grein Gerðar Óskarsdóttur um tengsl skóla og atvinnulífs og ádrepu Gunnars Karlsssonar um skort á pólitísku upp- eldi barna, þar sem hann m. a. gagnrýnir nokkrar kennslubækur. Umfjöllun um myndefni vantar í þetta hefti. Það hefði ekki verið ónýtt að fá vænan reiðilestur um myndir í íslenskum barnabókum, og þó aðallega skort á þeim. Hér eru ritdæmdar sex íslenskar bækur og eru bara þrjár af þeim myndskreyttar lítillega, hinar þrjár eru myndlausar. Ekki ætti þó að vera neinn hörgull á myndlistarfólki hjá okkur. Myndirnar í heftinu eru allar eftir börn og unglinga nema myndir Ilon Wik- land við sögu Astrid Lindgren. Kjartan Arnórsson, 14 ára, myndskreytti sögu Vilborgar Dagbjartsdóttur og myndirnar við sögu Gripari eru eftir Þorgeir E. Þorgeirsson, en aðrar myndir eru eftir börn í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Myndirnar utan á heftinu eru eftir 7 ára bekkjarsystur í Laugarnesskóla. Það er skemmst frá að segja að lítill endir vill verða á raunarollunni þegar rætt er um efni, samið og þýtt handa íslenskum börnum, gefið út á prenti eða leikið á sviði. í grein Njarðar P. Njarðvík er bent á það hvernig andlítið fjöl- 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.