Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 4
Ádrepur
Silja Aðalsteinsdóttir
Tímaritið líka handa börnum
Þetta tímaritshefti er eins konar barnahefti, með efni handa börnum og um
ýmislegt sem þau og menningu þeirra varðar. í tilefni barnaárs. Þrír íslenskir
rithöfundar eiga frumsamið efni handa börnum í heftinu, Guðbergur Bergsson,
Vilborg Dagbjartsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir, og auk þess eru hér þýdd
ævintýri eftir Astrid Lindgren, þann ágæta sænska barnabókahöfund, og meist-
ara Pierre Gripari. Börnin eiga sjálf frumsamin ljóð og sögu, og svo eru líka
höfundarlausar romsur, þulur og vísur sem margar hafa gengið í arf frá einni
kynslóð til annarrar en aðrar verið lagaðar að nýjum aðstæðum eða eru splunku-
nýjar. Allt þetta efni er ætlað börnum til lestrar eða þá til að lesa hátt fyrir þau.
Stálpuð börn hafa líka gagn og kannski gaman af að lesa greinarnar um
barnabækur, ekki síst grein Kristínar Jónsdóttur og Auðar Guðjónsdóttur um
Tarsan, Gunnu og Christopher Cool ungnjósnara: Þýddar barnabækur. Bóka-
dómar eru eingöngu um barnabækur að þessu sinni.
Uppeldismál eru til umræðu í fróðlegri grein Gerðar Óskarsdóttur um tengsl
skóla og atvinnulífs og ádrepu Gunnars Karlsssonar um skort á pólitísku upp-
eldi barna, þar sem hann m. a. gagnrýnir nokkrar kennslubækur.
Umfjöllun um myndefni vantar í þetta hefti. Það hefði ekki verið ónýtt að
fá vænan reiðilestur um myndir í íslenskum barnabókum, og þó aðallega skort
á þeim. Hér eru ritdæmdar sex íslenskar bækur og eru bara þrjár af þeim
myndskreyttar lítillega, hinar þrjár eru myndlausar. Ekki ætti þó að vera neinn
hörgull á myndlistarfólki hjá okkur.
Myndirnar í heftinu eru allar eftir börn og unglinga nema myndir Ilon Wik-
land við sögu Astrid Lindgren. Kjartan Arnórsson, 14 ára, myndskreytti sögu
Vilborgar Dagbjartsdóttur og myndirnar við sögu Gripari eru eftir Þorgeir E.
Þorgeirsson, en aðrar myndir eru eftir börn í Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Myndirnar utan á heftinu eru eftir 7 ára bekkjarsystur í Laugarnesskóla.
Það er skemmst frá að segja að lítill endir vill verða á raunarollunni þegar
rætt er um efni, samið og þýtt handa íslenskum börnum, gefið út á prenti eða
leikið á sviði. í grein Njarðar P. Njarðvík er bent á það hvernig andlítið fjöl-
130