Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og mennitigar
Frá vasaþjófum til valdarœningja
Þá er komið að stærsta flokknum, sakamálasögum. Alls voru 80 sakamála-
sögur gefnar út á árunum 1971-1975, þar af er 51 bók frá Bandaríkj-
unum.
Sakamálasögur handa börnum og unglingum skipa sér í ákveðna flokka
eftir því hvaða aldurshópum þær eru ætlaðar. Þetta er þróaður vitundar-
iðnaður sem staðlar afurðir sínar vel fyrir markaðinn. Eftir því sem sögu-
hetjur verða eldri verða glæpamálin grimmilegri og atburðarásin flóknari.
Ofbeldi er sjaldgæft í sögum um börn. Undantekning eru sakamálasögur
með dýrum í aðalhlutverkum en um þær verður ekki fjallað hér. I bókum
þar sem söguhetjur hafa náð fullorðinsaldri eru blóðug átök algeng, byss-
um og öðrum vopnum óspart beitt og mannslífum lítil virðing sýnd. Um-
hverfi og tengsl persóna við fjölskyldu fylgir sömu þróun. Því yngri sem
sögupersónur eru, því sterkari eru tengslin við foreldra eða ættingja. Þegar
persónur hafa náð 13-15 ára aldri hefur slaknað á tengslunum og sögu-
sviðið er jafnframt víðara. Þegar söguhetjur hafa náð fullorðinsaldri eru
mjög lítil eða engin tengsl við fjölskyldu eða heimilislíf og sögusviðið
færist milli landa og jafnvel heimsálfa í sömu bók.
I fjölmörgum sakamálasögum er reynt á ýmsan hátt að gera atburði
og umhverfi dularfullt og ógnvekjandi til að auka spennuna. I bókum um
börn og unglinga er algengt að nota draugagang í þessum dlgangi, en í
þeim svæsnari eru trúarbrögð annarra þjóða, einkum þeirra sem kallast
frumstæðar, notuð til að dulmagna söguna.
Til þess að varpa betur ljósi á þessa þróun höfum við skipt bókunum
í þrjá aðalflokka. Innan hvers flokks eru margar bókaseríur, en algengast
er að gefa sakamálasögur út í því formi. Hér á eftir gerum við stutta grein
fyrir einkennum hvers flokks og drögum síðan saman niðurstöður varðandi
sakamálasögur í heild.
Leynilöggur í tómstunclum
í fyrsta flokki eru Jonnabækurnar, Dularfullubækurnar og Fimmbækurnar
eftir Enid Blyton, Kimbækurnar, Njósnaþrenningin, Siggubækurnar o. fl.
Það einkennir þennan flokk sakamálasagna að í öllum bókunum er hóp-
ur barna eða unglinga sem vinnur saman að lausn gámnnar. Þau eru á
158