Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 72
Njörður P. Njarðvík íslenskar barnabækur og fjölþjóðlegt samprent Barna- og unglingabækur eru liðlega fjórðungur allra bóka sem gefnar eru út á Islandi. Við bráðabirgðaathugun á útgáfu liðins árs (Bókaskrá Landsbókasafnsins er enn ekki komin út) kemur í ljós að alls nemur þessi útgáfa 130 titlum. Mætti því ætla að íslensk börn og unglingar hefðu úr vönduðu og fjölbreyttu lestrarefni að velja. Sé betur að gáð kemur hins vegar á daginn að einungis 10 eru frumsamdar íslenskar barnabækur og 4 í endurútgáfu. Af 130 bókum eru því 116 þýddar. Við nánari athugun kemur svo í ljós að af þessum 116 erlendu bókum eru hvorki meira né minna en 70 fjölþjóðlegar samprentanir. Þetta er ískyggileg þróun. Ef framangreindar tölur eru bornar saman við útgáfu bóka fyrir full- orðna, þá er ég ansi hræddur um að lítið yrði úr goðsögninni um bók- menntaþjóðina ef aðeins 10% útgefinna bóka væri eftir íslenska höfunda. Engu að síður er þetta orðin staðreynd þegar barnabækur eiga í hlut. Vilji menn svo reyna að draga ályktanir af þessari staðreynd þá blasir sú niðurstaða fyrst við að einungis örlítið brot af lestrarefni íslenskra barna segir þeim eitthvað um þeirra eigin veröld. Um íslenskan veruleika. Svo til allar bókmenntir eru þjóðfélagslegs eðlis, einfaldlega vegna þess að þær lýsa manneskjum sem lifa í einhverri tegund þjóðfélags. Enginn skyldi vanmeta gildi ævintýrsins og ímyndunaraflsins, en einnig í ævintýrinu má finna greinilega þjóðfélagsgerð og oftlega dæmisögu um æskilega eða óæskilega hegðun í tilteknu þjóðfélagi. Draumur um veruleika er jafn- framt lýsing á veruleika. Hitt er svo annað mál að barnasögur hafa alltof oft verið notaðar til þess að svæfa börn í stað þess að vekja þau. Bókmenntir gegna sama hlutverki fyrir börn og fullorðna. Af þeim sökum skiptir miklu að börn eigi þess kost að lesa bækur sem fjalla um þá tilveru sem er að móta þau og þau munu síðar taka þátt í að móta. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.