Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 56
Timarit Máls og menningar Ásta, Jón Oddur og Jón Bjarni, Þór, Ægir og Bára, Anna Rós og Sigrún eiga öll afbragðs góða foreldra sem sýna þeim skilning og góðvild og út- skýra fyrir þeim flókna hluti í tilverunni - eða láta það vera eins og geng- ur. Svo eiga þau aðra góða að, afa og ömmu eða væna fóstru sem leiðir þau, og þegar þau koma í skóla eru kennararnir miklir öðlingar. Litla hjart- að getur hætt að hafa áhyggjur, allt er í góðum höndum. Auðvitað eru þessar bækur misgóðar. Þær eru skrifaðar til að mæta ákveðinni þörf, og þá eru jafnan margir kallaðir en færri útvaldir. Helsti gallinn á þeim sumum er kannski sá að veruleikinn verður svo einfaldað- ur að hann hættir að vera sannur. Tvær þeirra finnst mér bestar, vegna þess að þar fer saman vönduð og nokkuð breið lýsing á samfélagi barna og fullorðinna, góð persónusköpun og skemmtilegur frásagnarháttur. Þetta eru bækur Guðrúnar Helgadóttur um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna sem hafa orðið íslenskum börnum svo ákaflega kærir. Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík (1976) hefur einnig sérstöðu meðal þessara bóka þótt hún teljist með þeim. Þar er ekki boðuð þægð við mannlegt kerfi heldur náttúruna sjálfa. Sagan gerist í klassísku og tímalausu íslensku sveitaumhverfi og boðskapur hennar er friðsamleg sambúð alls sem lifir í landinu. Hún hefur því víðari skírskotun en flestar hinna bókanna. Aðeins hefur verið borið við að skrifa raunsæilegar sögur um unglinga í sama anda og áðurtaldar barnabækur, en þar verður strax erfiðara um vik. Það er ekki nóg að sætta unglingana við aðstæður sínar, það verður að leysa vandann þannig að lausnin verði skiljanleg. Engum hefur að mínu mati tekist eins vel og Stefáni Jónssyni að fjalla um sálrænan og félags- legan vanda unglinga þannig að lausnin, sáttin, verði sannfærandi og eðlileg, enda er hún oftar fólgin í því að unglingurinn skilji stöðu sína en að vandinn leysist fyrir utanaðkomandi áhrif. Söguhetja Stefáns kemst sjálf að niðurstöðu um hvað hún vill og nær sáttum við umhverfi sitt. Fleiri eru þeir unglingabókahöfundar sem búa til gervilausn í bókarlok sem engan sannfærir. Einn núlifandi höfundur vinnur mjög vel í þessum flokki unglingabóka, það er Stefán Júlíusson, t. d. í Haustfermingu (1973). Efinn kemur til sögunnar En það er í unglingabókunum sem fyrst kemur upp þörfin fyrir að ganga lengra en lýsa og leysa vanda, þörfin fyrir gagnrýnið raunsæi sem ekki 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.