Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 115
fólksins í sveitinni, flestar raunsæjar og oft dálítið fyndnar. „Leyndarmálið" er væntanleg barns- fæðing, en Hanna María eignast hálf- systur í bókarlok. Eftirvænting hennar og gleði yfir systurinni er blandin ofur- lítilli afbrýðisemi vegna þess að þegar hún sjálf var „leyndarmál" var pabbi hennar hvergi nálægur til að gleðjast yfir henni. Um þetta er fjallað á lát- lausan og elskulegan hátt, og fremur opinskátt, a. m. k. ef miðað er við sögu- tímann, þegar flestum börnum var sagt að ljósmóðirin kæmi með börnin í tösk- unni. Annar helsti viðburður er sumardvöl reykvískra systkina, sem Hanna hefur kynnst á sjúkrahúsi og boðið heim. Þau eru föðurlaus, móðirin fátæk þvotta- kona, stúlkan heilsulaus engill, en strák- urinn verðandi vandræðabarn, - sannar- lega klassiskar barnabókapersónur. Allt lagast þetta að sjálfsögðu í blessaðri sveitinni, - efnuð hjón taka fjölskyld- una upp á arma sína, bjóða móðurinni kaupavinnu og ákveða að kosta Björk litlu til náms, eftir að hún hefur málað mynd af bænum þeirra. Þessi krafta- verkalausn á vanda þeirra systkina, góða ríka fólkið sem tekur að sér góða fátæka fólkið, er eitthvert væmnasta og þvæld- asta barnabókaminni sem um getur og spillir því raunsæi sem yfirleitt er ríkj- andi í þessari sögu. Persónur eru annars fjölmargar og hefur meiri hluti þeirra áður komið við sögu í fyrri bókunum. Það fólk kemur oftast blaðskellandi inn í söguna án nokkurrar kynningar, sem er óneitan- lcga dálítið óþægilegt fyrir nýja lesend- ur. Af þessu leiðir og að persónusköpun er oft næsta lítil ef þessi bók er séð ein og sér. Séu allar bækurnar hins vegar lesnar í röð verða flestar persónur nokk- Umsagnir um bcekur uð skýrar en oft ansi einhiiða, fulltrúar mismunandi eiginleika eða lífsviðhorfa, sem höfundur teflir fram til að koma boðskap sínum á framfæri. Auk Hönnu Maríu og afa er Reyk- víkingnum Badda og vini hans Sverri einna best lýst. Þeir eru býsna lifandi og skemmtilegir pjakkar og hugsanagangur þeirra og viðbrögð við ýmsum uppá- kcmum hygg ég að komi mörgu barna- fólki kunnuglega fyrir sjónir. Söguhetjan Hanna er fulltrúi hins heilbrigða og náttúrlega. Hún gerir gys að tildurrófunni Viktoríu sem lifir og hrærist í uppskrúfuðum ástardraumum, sóttum í „óskabækur ungu stúlkunnar, eiginkonunnar og unnustunnar". Einnig sér hún í gegnum töffarann Viktor sem reynir að dylja sinn viðkvæma innri mann með yfirdrifnum karlmennskutil- burðum. Milli hans og Hönnu er ekta vinátta, ólík hugmyndum Viktoríu um samband kynjanna. Hanna er líka bless- unarlega óbundin af hinu hefðbundna kvenhlutverki, sem enn er algengast í barnabókum, enda stundum kölluð strákastelpa. Hún er sjálfstæð í skoðun- um og jafnvel hugaðri og ráðabetri en strákarnir, vikingur til verka og fyrir- lítur pjatt og væfluskap hinna stelpn- anna. Þegar þau Viktor róa til fiskjar er hún skipstjórinn. En Hanna á líka sínar erfiðu stundir. Einkanlega veldur stríðið, sem geisar úti í heimi, henni áhyggjum, sakar áður ör- uggri heimsmynd hennar og tengist vaknandi efa um alvisku afa og ömmu og tilveru þess guðs sem þau hafa kennt henni að treysta. Afi í Koti kveður að vísu þessar efa- semdir niður um stundarsakir, en hann er aðaluppalandi Hönnu og allra hinna barnanna sem fóstruð eru í Koti um Icngri eða skemmri tíma. Afi er um- 1G TMXI 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.