Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 118
Timarit Máls og menningar hann lætur Sigurjón bónda aka um á Ursus dráttarvél og ganga í skítugri úlpu og vaka yfir lambánum löngum stund- um eins og tíðkast á sauðburði. Lýsing- ar á hlutveruleikanum eru sem sagt all- ar með ummerkjum eins og í tugum annarra sveitalífssagna og það er ekki nema gott eitt um það að segja. Þetta er nú einu sinni sá hlutveruleiki sem við sitjum uppi með í okkar daglega lífi og þurfum væntanlega að gera enn um hríð. Hann er nokkurs konar rammi utan um lífsferil okkar, sögu okkar ef menn vilja heldur hafa það þannig, og í sögum eins og þeirri sem hér um ræðir er hann það líka. Það er til mý- grútur af sögum þar sem þessar sömu lýsingar eru til staðar en eru að öðru leyti ólikar þessari bók. Það er einfaldlega vegna þess að þau líkindi bóka sem fólgin eru í svipaðri meðferð hlutverkuleikans skipta engu máli eins og áður hefur verið rakið. Það er grundvallaratriði þessa máls að bók- menntalegt raunsæi sem svo er kaliað er alls ekki raunsæi. Það er ekkert raun- sæi til nema „krítískt" raunsæi og það er raunsæi í skoðunum. Þegar þetta er haft í huga verður dálítið broslegt að hugsa til allra þeirra bókmenntafræð- inga, innlendra og erlendra, sem á síð- ustu árum hafa reynt að bjarga bók- menntunum með kenningum um nýja og betri meðferð hlutveruleikans. Það er eins og kellíngin sagði: það þýðir lítið að lóga kú með því að höggva af henni halann. Raunscei i skoðuntim Guðjón Sveinsson lætur sér ekki nægja hið lítilþæga raunsæi ríkjandi stéttar. Hann er gagnrýninn og meðvit- aður rithöfundur sem hefur sitthvað að segja og þess vegna er sagan hans góð. í Glatt er i Glaumbce kemur ýmis- legt fram um hlutverk kynjanna og einnig um verðmætamat og virðingu fyrir náttúrunni. Allt eru þetta efni sem eiga mikið erindi til barna og það hefur tvímælalaust uppeldislegt gildi að ræða um þessi mál við þau af raunsæi og skilningi. Raunsæi Guðjóns er í því fólgið að hann tekur afstöðu gegn hefðbundinni hlutverkaskiptingu kynjanna. Faðirinn í sögunni reynir að vísu stundum að leika h:nn sígilda föður en það mistekst yfir- leitt og drengnum lærist að það gerir ekkert til. Hann er góður og hjartahlýr maður og þess vegna hefur hann efni á því að vera stundum hlægilegur, klaufsk- ur og leiðinlegur. Faðirinn er þannig sviptur þeim kulda, þeirri hörku og glæsibrag sem löngum hefur verið stolt karlmanna cg þetta skapar möguleika á trúnaðarsambandi milli þeirra feðga sem sem er bæði fallegt og eftirsóknarvert. A svipaðan hátt er þurrkuð af móður drengsins öll sú fórnarslepja sem gjarn- an einkennir eiginkonur og mæður í sögum. Hún gengur að öllum verkum með karli sínum og tekst misjafnlega rétt eins og honum og henni líkar einnig misjafnlega við bæði hann og strákinn. Hún er með öðrum orðum venjuleg og heilbrigð manneskja en það er sjaldgæft í bókmenntum jafnvel þó þær kallist raunsæjar á borgaralega vísu. Fjölskyldan í Glaumbæ hefur heldur lítið af efnislegum gæðum að segja. Þau eiga til dæmis ekki bíl og þau erfiða mikið við búið þar sem tæknivæðing e: í lágmarki. Það er Sigurjón bóndi sem mótar þessa stefnu og kostir henn- ar og gallar birtast sæmilega í bókinni. Höfundurinn er þó nokkuð hallur undir þær skoðanir sem hann leggur Sigur- jóni í munn og það finnst mér dálítill 244
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.