Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 8
Tímarit Máls og menningar ráðandi fyrir utan gluggann hans. Skáldið sem orti um jötuninn við Lómagnúp segir í öðru kvæði: „Einn mun ég heyja mitt stríð þegar nóg er lifað“ og hefur vissulega mikið til síns máls. Þó verður það seint ofmetið að fá að njóta hjálpar og umönnunar sinna nánustu þegar mest á reynir, og þeirrar hjálpar naut Magnús í ríkum mæli. Við kveðjum hann öll með þakklátum huga. Megi hin eilífa hvíld verða honum vær og góð. Kveðja frá Máli og menningu Saga Magnúsar Kjartanssonar og Máls og menningar eru að ýmsu leyti fléttaðar saman. Þeir Kristinn E. Andrésson áttu náið samstarf allt frá því Magnús kom til landsins í styrjaldarlok. Magnús var talsvert viðriðinn útgáfuna og skrifaði marga pistla í Timaritið, einkum eru stuttir og meitlaðir ritdómar hans í minnum hafðir. En því miður hefur ekki verið mikill tími aflögu til tímaritsskrifta eftir að hann réðst til Þjóðviljans 1947. Upp frá því var daglegur starfsvettvangur Magnúsar fjarri Máli og menningu, en tengslin rofnuðu ekki. Hann sat í félagsráði og var í stjórn félagsins um 12 ára skeið og síðan í varastjórn þess. Hann tróð sér aldrei fram en vékst ævinlega vel undir þegar til hans var leitað. Liðsinni hans hefur vafalaust oft reynst heilladrjúgt, og a. m. k. einu sinni ómetanlegt. Arið 1974 var fjárhag Máls og menningar svo illa komið að ekkert annað virtist blasa við félaginu en að láta eignir þess upp í skuldir og lýsa það gjaldþrota. Það var að frumkvæði Magnúsar Kjartanssonar sem átak var gert til að rétta við hag félagsins og hefði að líkindum ekki tekist ef hann hefði ekki lagst á þá sveif. Reynslan hefur sýnt að þær aðgerðir og skipulagsbreytingar sem af þessu leiddu voru til mikilla bóta og réðu úrslitum um líf eða dauða Máls og menningar. Við vorum svo heppin þegar ég tók við ritstjórn Tímarits Máls og menningar að Magnús Kjartansson féllst á að taka sæti í ritnefnd þess. Ritnefndarfundir voru allir haldnir á heimili þeirra Kristrúnar og eru 254
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.