Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 11
Gunnar Benediktsson
maðurinn nálægari og skiljanlegri, og það er með mið af þessari sam-
eiginlegu glímu við guðdóminn og prestskapinn að viðbættum stjórn-
málaskoðunum, sem ég skrifa þessi orð.
Af vígðum mönnum sem ég hefi kynnst er Gunnar Benediktsson
meðal hinna sérstæðustu. Hann var gáfaður maður, heilsteyptur per-
sónuleiki, með orðum Ritningarinnar: Israelíti sem ekki fundust svik i.
Prestur af Guðs náð, en ekki í venjulegri merkingu þess orðs, því að við
það loðir svo margt sem aldrei náði að festast við hann eða hann dustaði
af sér þegar i upphafi prestskapar síns. Fyrst og síðast var hann þó
spámaður í ætt við þá Jesaja og Amos Gamla testamentisins, er brunnu af
heilagri vandlædngu yfir rangsleitni heimsins og varmennsku samtímans.
I ágústmánuði 1943 ritar hann grein sem hann kallar Kristilegt siðleysi.
Tekur hann þar á kné sér ungan klerk, menntaðan vel og gáfum gæddan,
sem nýlega hefur tekið við preststarfi í Reykjavík. Tilefnið útvarps-
predikun þessa manns hinn 1. sama mánaðar. Gunnar hafði gert sér von
um að heyra nú af vid talað, en raunin varð önnur. Hann segir í grein
sinni: „Veruleikinn er svo ljótur á vissan hátt nú á tímum, og sá ljótleiki
stendur í svo nánu sambandi við mektarvöld heimsins, að það kostar
mikið hatur og stríð, ef sannleikurinn um hann er sagður. Það er því
eðlisræn varúðarráðstöfun að reyna að skilja sem minnst í ástandi félags-
málanna og ganga blindandi um innstu rök þeirra vandamála, sem þjá
heiminn. Það er þannig ástatt, að prestar hafa það á tilfinningunni, að þeir
hafi ekkert menningarhlutverk af hendi að inna í starfi sínu og alls ekki í
prédikunarstarfinu.“ Og enn segir hann um hina sömu prédikun: „Það er
í fremsta máta siðlaust að flytja prédikanir án þess að gera sér grein fyrir
því, hvort nokkurt orð af því, sem sagt er, getur staðizt. Það er yfirleitt
ekkert siðgæði í yfirborðshætti á hvaða sviði sem er og allra sízt, þegar sá
yfirborðsháttur er viðhafður til að þóknast skemmdarvörgum menn-
ingarinnar og forðast að vekja andúð þeirra. En þó er höfuðsiðleysi
ræðunnar fólgið í þeim tilgangi hennar að milda afstöðu fólksins gegn
þeim menningarspjöllum nútímans, sem þjá alþýðu manna um allan
heim og liggur eins og mara á framtíðardraumum mannkynsins. Það
eina, sem nú getur bjargað heiminum, er skarpur skilningur á þjóðfé-
lagslögmálunum og harðvítug barátta gegn siðleysi þeirra þjóðfélags-
257