Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 18
Jens Evensen
Frá Hírósíma til...
Jens Evensen er íslendingum kunnastur sem samningamaður um hafréttarmál.
Hann var m. a. hafréttarmálaráðherra Norðmanna 1974—1979, í stjórn Verka-
mannaflokksins og hefur ekki verið talinn meðal þeirra róttækustu í þeim flokki.
Undanfarið hefur hann látið afvopnunarmál mjög til s'tn taka og t. d. beitt sér af
alefli gegn nýsamþykktum stórframkvæmdum NATO í Noregi. Greinin sem hér
fer á eftir er hluti talsvert stærri greinar sem nefnist „Norge i en farligere verden"
og kom út í bókinni Atomvápen og usikkerhetspolitikk. Tiden, Oslo 1980. Úr þeirri
grein hafa hér einkum verið felld brott atriði sem varða Noreg sérstaklega og
úttekt á þróun og afdrifum afvopnunarviðræðna. Of langt hefði verið að prenta.
greinina í heilu lagi. Lesendur munu sjá að þegar hún er samin er forsetakosn-
ingum í Bandaríkjunum ólokið, en það breytir engu um meginefni greinarinnar.
Mánudagurinn 6. ágúst 1945 rann upp sólbjartur og fagur yfir Hírósíma. Á
níunda tímanum kom ein bandarísk sprengjuflugvél inn yfir borgina. Sprengju
var varpað. Hún var 3 metra löng og 70 cm. í þvermál. Þcgar hún átti eftir rúma
500 metra til jarðar sprakk hún af afli sem lagði tvo þriðju hluta borgarinnar i
rúst á örfáum sekúndum og drap samstundis 100.000 af 245.000 íbúum borg-
arinnar. 50.000 særðust hættulega. Þeir sem lifðu af og sneru andlitinu að
sprengjublossanum blinduðust. Lýsingar þeirra sem lifðu af eru jafnvel enn
hræðilegri en þessar tölur einar. Dr. Howard Hiatt, prófessor í læknisfræði og
forseti læknadeildar Harvardháskóla, hefur ritað eftirfarandi lýsingu eftir sjón-
arvottum:
Um 20 menn voru eins og martröð á að líta. Andlit þeirra voru albrunnin,
augnatóttirnar tómar. Vökvinn úr augum þeirra sem höfðu bráðnað hafði
runnið niður kinnar þeirra . . . Munnurinn hafði breyst í flakandi sár. Þeir
gátu ekki einu sinni opnað munninn nógu mikið til að koma niður
tesopa.1
Það sem hræðilegast er við kjarnorkuárás — jafnvel minni háttar árás eins og
Hírósíma var í samanburði við megatonnsprengjur nútímans — er hvernig öll
þjóðfélagsbyggingin hrynur. Kjarnorkusprengjan hefur gefið okkur enskt
orðatiltæki sem lýsir þessu vel, svo skelfilegt sem það er: „Að sprengja einhvern
264