Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 18
Jens Evensen Frá Hírósíma til... Jens Evensen er íslendingum kunnastur sem samningamaður um hafréttarmál. Hann var m. a. hafréttarmálaráðherra Norðmanna 1974—1979, í stjórn Verka- mannaflokksins og hefur ekki verið talinn meðal þeirra róttækustu í þeim flokki. Undanfarið hefur hann látið afvopnunarmál mjög til s'tn taka og t. d. beitt sér af alefli gegn nýsamþykktum stórframkvæmdum NATO í Noregi. Greinin sem hér fer á eftir er hluti talsvert stærri greinar sem nefnist „Norge i en farligere verden" og kom út í bókinni Atomvápen og usikkerhetspolitikk. Tiden, Oslo 1980. Úr þeirri grein hafa hér einkum verið felld brott atriði sem varða Noreg sérstaklega og úttekt á þróun og afdrifum afvopnunarviðræðna. Of langt hefði verið að prenta. greinina í heilu lagi. Lesendur munu sjá að þegar hún er samin er forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum ólokið, en það breytir engu um meginefni greinarinnar. Mánudagurinn 6. ágúst 1945 rann upp sólbjartur og fagur yfir Hírósíma. Á níunda tímanum kom ein bandarísk sprengjuflugvél inn yfir borgina. Sprengju var varpað. Hún var 3 metra löng og 70 cm. í þvermál. Þcgar hún átti eftir rúma 500 metra til jarðar sprakk hún af afli sem lagði tvo þriðju hluta borgarinnar i rúst á örfáum sekúndum og drap samstundis 100.000 af 245.000 íbúum borg- arinnar. 50.000 særðust hættulega. Þeir sem lifðu af og sneru andlitinu að sprengjublossanum blinduðust. Lýsingar þeirra sem lifðu af eru jafnvel enn hræðilegri en þessar tölur einar. Dr. Howard Hiatt, prófessor í læknisfræði og forseti læknadeildar Harvardháskóla, hefur ritað eftirfarandi lýsingu eftir sjón- arvottum: Um 20 menn voru eins og martröð á að líta. Andlit þeirra voru albrunnin, augnatóttirnar tómar. Vökvinn úr augum þeirra sem höfðu bráðnað hafði runnið niður kinnar þeirra . . . Munnurinn hafði breyst í flakandi sár. Þeir gátu ekki einu sinni opnað munninn nógu mikið til að koma niður tesopa.1 Það sem hræðilegast er við kjarnorkuárás — jafnvel minni háttar árás eins og Hírósíma var í samanburði við megatonnsprengjur nútímans — er hvernig öll þjóðfélagsbyggingin hrynur. Kjarnorkusprengjan hefur gefið okkur enskt orðatiltæki sem lýsir þessu vel, svo skelfilegt sem það er: „Að sprengja einhvern 264
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.