Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 19
Frá Hírósíma til . . . aftur í steinöld." Dr. Hiatt sýnir fram á hvernig sjúkrahús, sem samkvæmt hefð liggja inni í borgum, eru jöfnuð við jörðu, hvernig læknisþjónusta og hjúkrun ónýtist gersamlega, einmitt þegar hennar er mest þörf. Hvernig þjáning og dánartala vex af þeim sökum langt fram yfir það sem við getum ímyndað okkur á svæðum sem kjarnorkusprenging nær til. Einnig að þessu leyti er Hírósíma til vitnis: Af 150 læknum í borginni höfðu 65 farist og flestir hinna særst. Af 1780 hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum höfðu 1654 farist eða meiðst svo illa að þeir voru óvinnufærir. Á Rauðakrossspítalanum, stærsta sjúkrahúsi borgarinnar, voru aðeins 6 eftir af 30 læknum og 10 af meira en 200 manna hjúkrunarliði voru vinnufær. I samanburði við vopnabúr heimsins nú á tímum var Hírósímasprengjan „smásprengja". Hún jafngilti um 12.000 tonnum (12 kílótonnum) af TNT sprengiefni. Nú eru kjarnorkusprengjur ekki lengur mældar í kílótonnum heldur megatonnum. Eitt megatonn samsvarar 1 milljón tonnum af TNT. Þegar sprengjumátturinn er kominn upp í slíkar tölur er hann orðinn mann- legum skilningi ofvaxinn. Brjálæðinu hefur verið lýst með eftirfarandi dæmi: Alvanaleg eins megatonns kjarnorkusprengja mundi, ,,umbreytt“ í dína- mit, fylla vöruflutningalest sem væri 480 kílómetra löng.2 Sú lest mundi ná lengra en frá Reykjavík til Akureyrar. Þremur dögum eftir Hírósíma vörpuðu Bandaríkjamenn annarri sprengju yfir Japan. Það var plútóníumsprengja sem sprengd var yfir Nagasaki. Afleið- ingar hennar voru jafnóheillavænlegar fyrir framtíð heimsins og Hírósíma- sprengjan. Þriðjungur borgarinnar var jafnaður við jörðu. 40.000 manns létust samstundis, 20.000 særðust. Þjáningar manna og þjóðfélagslegt hrun var engu minna en í Hírósíma. Oll japanska þjóðin var þrumu lostin. Enn í dag, 35 árum seinna, deyja margar þúsundir manna á ári af eftirköstum þessara tveggja kjarnorkusprengja. Viðbrögó umheimsins Hver voru viðbrögð umheimsins gagnvart þessum ógnaratburðum og þeim fyrirboðum sem þeir fólu í sér um það sem mannkynið gæti átt í vændum? Það var kaldhæðni örlaganna að 26. júní 1945 var sáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður í San Francisco. Sáttmáli sem fordæmdi stríð og átti að TMM II 265
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.