Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 26
Tímarit Máls og menningar
orkuárás til að eyða sem flestum helsprengjum og hernaðartækjum andstæð-
ingsins. Forskotsárás mundi nefnilega gera að engu möguleikann til að svara i
sömu mynt með kjarnorkuárás.
Það hefur verið notað sem önnur röksemd þessarar nýju stefnu að hún gæti
gert takmarkað kjarnorkustríð mögulegt, og auðveldað sigur í slíku striði. Þessi
hugsun er háskalega óábyrg og barnaleg. Risaveldin tvö gætu aldrei háð tak-
mörkuð kjarnorkustrið, a. m. k. ekki á miðlægum svæðum eins og Evrópu eða í
Miðjarðarhafsbotnum. Þau mundu á svipstundu breytast i alger atómstrið.
Það er líka áfall fyrir Evrópumenn að verða enn einu sinni vitni að því
hvernig svo mikilvæg breyting á stjórnstefnu varðandi kjarnorkuvopn er lögð
fram eins og tromp í amerískri kosningabaráttu án gagngerra viðræðna við
evrópska bandamenn Bandaríkjamanna. Þessi ákvörðun kemur Vestur-Evrópu við
ekki siður en Bandarikjunum. Fyrirmæli nr. 59 segja berum orðum að Banda-
rikjastjórn liti á Evrópu sem sinn eigin leikvang undir kjarnorkustrið. Þeir hafa
búið til kjarnorkuvopn gagngert fyrir þennan afmarkaða stríðsleikvang. Með
fyrrnefndri ákvörðun NATO i desember 1979 hafa Bandaríkin i raun fengið að
koma þessum vopnum fyrir á svæðinu. Mér er til efs að nokkurt svæði sé ver
búið undir kjarnorkustríð en Vestur-Evrópa. Flatarmál hennar er svo tak-
markað og þéttbýlið svo mikið að kjarnorkuárás hefði takmarkalausar
hörmungar í för með sér. íbúar Vestur-Evrópu þyrftu öllu öðru fremur að reyna
að koma i veg fyrir atómstrið. Sömu landfræðilegu og stjórnfræðilegu ein-
kennin gera það að verkum að Vestur-Evrópa getur aldrei skákað Sovétrikj-
unum á sviði kjarnorkuvopna. í Vestur-Evrópu hafa þær áhyggjur alltaf legið i
leyni að Bandaríkjamenn mundu á hættutímum hliðra sér hjá því að grípa til
síðustu örþrifaráða ógnarjafnvægisins, sjálfsfórnar, til að koma Vestur-
Evrópu til hjálpar. Hin nýja kjarnorkustefna Carters sýnir að þessar áhyggjur
eiga rétt á sér og gefur um leið bandalagsþjóðunum ýmsar ástæður til endurmats
og sjálfskönnunar. Leiðin úr þessari sjálfheldu er ekki aukin kjarnorkuhervæð-
ing Evrópu og allra síst herfræðileg stefna sem mundi gera Vestur- og Norð-
ur-Evrópu að leiksoppum i baráttu risaveldanna um forskotsmöguleika til
árásar. Það væri mjög þung byrði lögð á litil ríki.
Og hvaða vit er í þvi að Bretland og Frakkland berjist við að koma sér upp
einhvers konar sjálfstæðum ógnunarmætti með eigin kjarnorkuvopnabirgðum
— hvort um sig og án nokkurs minnsta samstarfsvilja? Það hefur vakið mikla
athygli og talsverða andspyrnu í Bretlandi að rikisstjórnin hyggst verja 11,5
milljörðum dollara í nýjar Trident-eldflaugar sem komið verði fýrir i 4—5
nýjum Trident kafbátum. Frakkar hafa nýlega ákveðið að auka ógnarmátt sinn,
272