Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 39
Damisaga um banska nefndi konan ævinlega einkennilegt gælunafn sonar betriborgarans og bætti við með trompi: Allt óslitið. En drengurinn er vaxinn upp úr buxunum. Einhverra hluta vegna, sem var óskiljanlegt þá, uxu slíkir drengir alltaf upp úr buxunum, en aldrei úr jakkanum. Og þótti okkur það kynlegt. Osjálfrátt höfðum við það á tilfmningunni að synir góðborgaranna í Reykjavík hefðu það eitt fyrir stafni að rifna út og vaxa upp úr poka- buxum á hinni erfiðu menntabraut og hörðu skólabekkjunum. Engu að siður slitu þeir ekki buxunum, enda sagði konan: Botninn er stráheill. Til frekari áherslu bætti konan við nokkrum orðum á dönsku og sló botn í málið með frásögum um hvað væri dýrt fyrir „þessar familíur“ að þurfa að fara í reisu næstum á hverju ári, bæði fyrir landið og til að koma börnunum til mennta. A heimleiðinni var svo komið við í Edinborg, og þar voru fötin i raun og veru keypt á okkur, þótt einhverjir fengju að bregða sér i þau snöggvast. Við strákarnir rumdum óánægðir, en vissum að konunni tækist að selja fötin þegar hún hafði sagt hin fleygu orð: Nú, ef strákarnir yðar vilja ekki vera snyrtilega búnir, þá skellið þér bara neðan af buxunum. Þá eru þarna komnar hinar flottustu stuttbuxur. Konan ítrekaði að flíkurnar væru úr vönduðu efni, valdar af vönduðum konum sem væru giftar vönduðum mönnum og ættu vönduð, góð og menntuð börn. Nú var bara eftir að borga. Féð var borið fram á undarlega óhlutbundinn hátt eins og þegar fiður er handleikið. Það var lagt á borðið en ekki í lófa. Allir báru virðingu fyrir vönduðum konum sem giftust vönduðum mönnum; og mamma sagði: Eg verð þá að fá hana Jóu sauma. Ég er ekki það flínk í höndunum sjálf. Já, góða mín, þér skuluð bara fá hana Jóu sauma, sagði konan. Þegar hún var farin þrifum við fötin af borðinu í reiði og tröðkuðum á þeim; og pabbi sagði að slíta ætti pussuna af svona kerlingu og stinga hausnum í rassgatið á henni. Síðan voru fötin hirt þegjandi upp af gólfinu. 285
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.