Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 43
Damisaga um hanska
þarna væru á ferð munaðarleysingjar á flakki og ættu hvergi heima. Að
lokum leiddist könunum þófið. Þeir hleyptu okkur út, lögðu kassana á
jörðina og óku burt. Við hlupum eins og byssubrenndir frá kössunum, og
gengum tómhentir og heiðarlegir á svip inn í eldhús. Eldhúsið horfði
rannsakandi á okkur og sá hvorki hanska né dót og hélt við værum
tómhentir og heiðarlegir yst sem innst. Og okkur var borin flóuð und-
anrenna með örlitlu fjósabragði. Eldhús þetta kappkostaði að fá engan
stimpil á sig, enda var flekklaust líf helsta keppikefli fólks og heimspeki,
að frátöldu því að eiga fyrir útförinni sinni. Slík var andúð almennings á
ríkisvaldi, hreppnum og samfélaginu yfir höfuð. Hugsunin og löngunin
kröfðust þess að sérhver maðurgengi að loknu ævistarfi fyrir skapara sinn
eins og frjáls maður og skuldlaus, tómhentur og jafn guði í allsleysinu.
Flóaða undanrennan var drukkin, með fjósalyktinni neðan af bæjum
þar sem fólk átti kýr og síðan farið út, með samþykki augnaráðsins í
eldhúsinu. Nú þóttumst við vera öruggir. Við hugðumst koma kössun-
um á öruggan stað, inn í einhvern auðan kartöflukofa, og maula síðan í
okkur sælgæti einu sinni á dag. Þá mundi forðinn endast þangað til við
fermdumst. En þegar við komum að kössunum stóð yfir þeim Óli Júllu,
formaður nýja pöntunarfélags verkamanna, og hann sagði:
Jæja, strákar mínir, skreppið þið nú fyrir mig heim og sækið hjólbör-
urnar mínar. Ég var að fá sendingu frá Kron, og þeir hafa drullað henni
hér á veginn. Henni verður stolið nema ég standi yfir henni sjálfur.
Ihaldið er hvarvetna með klærnar og helvítið hann Einar kaupmaður.
Við vorum hlýðnir og sóttum hjólbörurnar, og Óli Júllu ók kössunum
heim í hjall og bar upp á loft í pöntunarfélagið. Þegar þangað var komið
sagði hann:
Jæja, strákar mínir, hérna, eigiði þennan hanska. Hún mamma ykkar
getur dregið hann á höndina þegar hún skarar undir pottunum. Þá
brennir hún sig ekki. Ég var að panta sona hanska. Samskonar hanska og
brönaleðið notar í Reykjavík. Þetta er hanski hægri handar, og þá ættu
kellingarnar að geta mundað skörunginn óhræddar við blöðrur.
Auðvitað þýddi ekkert að rífa kjaft við Óla Júllu, hann kom alltaf fyrir
sig orði. Þess vegna fórum við með hanskann niður á klappir, stungum
inn í hann steini og köstuðum í sjóinn, af sömu klöpp og á sama hátt og
289