Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 43
Damisaga um hanska þarna væru á ferð munaðarleysingjar á flakki og ættu hvergi heima. Að lokum leiddist könunum þófið. Þeir hleyptu okkur út, lögðu kassana á jörðina og óku burt. Við hlupum eins og byssubrenndir frá kössunum, og gengum tómhentir og heiðarlegir á svip inn í eldhús. Eldhúsið horfði rannsakandi á okkur og sá hvorki hanska né dót og hélt við værum tómhentir og heiðarlegir yst sem innst. Og okkur var borin flóuð und- anrenna með örlitlu fjósabragði. Eldhús þetta kappkostaði að fá engan stimpil á sig, enda var flekklaust líf helsta keppikefli fólks og heimspeki, að frátöldu því að eiga fyrir útförinni sinni. Slík var andúð almennings á ríkisvaldi, hreppnum og samfélaginu yfir höfuð. Hugsunin og löngunin kröfðust þess að sérhver maðurgengi að loknu ævistarfi fyrir skapara sinn eins og frjáls maður og skuldlaus, tómhentur og jafn guði í allsleysinu. Flóaða undanrennan var drukkin, með fjósalyktinni neðan af bæjum þar sem fólk átti kýr og síðan farið út, með samþykki augnaráðsins í eldhúsinu. Nú þóttumst við vera öruggir. Við hugðumst koma kössun- um á öruggan stað, inn í einhvern auðan kartöflukofa, og maula síðan í okkur sælgæti einu sinni á dag. Þá mundi forðinn endast þangað til við fermdumst. En þegar við komum að kössunum stóð yfir þeim Óli Júllu, formaður nýja pöntunarfélags verkamanna, og hann sagði: Jæja, strákar mínir, skreppið þið nú fyrir mig heim og sækið hjólbör- urnar mínar. Ég var að fá sendingu frá Kron, og þeir hafa drullað henni hér á veginn. Henni verður stolið nema ég standi yfir henni sjálfur. Ihaldið er hvarvetna með klærnar og helvítið hann Einar kaupmaður. Við vorum hlýðnir og sóttum hjólbörurnar, og Óli Júllu ók kössunum heim í hjall og bar upp á loft í pöntunarfélagið. Þegar þangað var komið sagði hann: Jæja, strákar mínir, hérna, eigiði þennan hanska. Hún mamma ykkar getur dregið hann á höndina þegar hún skarar undir pottunum. Þá brennir hún sig ekki. Ég var að panta sona hanska. Samskonar hanska og brönaleðið notar í Reykjavík. Þetta er hanski hægri handar, og þá ættu kellingarnar að geta mundað skörunginn óhræddar við blöðrur. Auðvitað þýddi ekkert að rífa kjaft við Óla Júllu, hann kom alltaf fyrir sig orði. Þess vegna fórum við með hanskann niður á klappir, stungum inn í hann steini og köstuðum í sjóinn, af sömu klöpp og á sama hátt og 289
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.