Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 51
Prestarnir í hórumanginu
bókmenntir og listir. Sú þróun getur endað með því — svo líkingunni sé
haldið — að prestarnir yfirtaka hórukassann, predika þar ídeólógiu
hlýðninnar í nafni valdhafans.
Þá má segja að möndulsnúningur jarðar hafi með vissum hætti verið
stöðvaður endanlega.
Utfrá sjónarmiði höfundar eða heiðarlegrar skækju er þá á ferðinni
grábölvaður háski. Líka frá sjónarmiði kúnnans, vitaskuld.
Nú er ég ekki að segja að við séum hér gengin alla þessa götu til enda.
Langdfrá. Enn situr í stjórn Rithöfundasambands íslands einn skrifandi
maður — raunar af mörgum talinn sá valdaminnsd í stjórninni. En
táknin eru altént nógu mörg til þess að nú er væntanlega tími til að
spyrna ögn við fæti, gjalda varhug við hverslags prestlegu tali um bók-
menntir. Reisa kröfuna til Stórabróður Ríkiskassa á því einu að gróða-
vænlegt sé fyrir hann að hætta að svelta hráefnalind hins arðbæra bóka-
markaðar.
Þvímiður er peningasjónarmiðið vænlegasta leiðarstjarnan einsog
málum nú er háttað. Vonin er sú ein að græðgin nægi Stórabróður
Ríkiskassa til að hann sjái að það borgar sig að festa arðbært fé í
svokallaðri sköpun bókmennta ekki síðuren sölu áfengis. Og að þá verður
allur óhroðinn að fá að fylgja.
Annars verða bókmenntirnar predikurum að bráð.
Þessvegna tala ég einsog stolt og þóttafull skækja við meglara sinn —
bara um peninga og aftur peninga — þegar ríkissjóð, alþingi, heilagar kýr
og rithöfunda ber á góma.
Lái mér hver sem vill.
Vandi rithöfundarins er vitaskuld meiri og flóknari en peningamál hans.
En kemur það nokkrum við?
Ég efast um það.
Tungumálið dlaðmynda. Ef það hætti að vera til. Eða lokaðist útí
niðaþoku þarsem enginn sér handa sinna skil, hvað þá?
Þetta kynduga, fyrrum gagnsæja hröngl af orðtökum sem upphaflega
TMM IV
297