Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 59
Níundi áratugurinn tímum mikilla félagslegra átaka á borð við pólsku verkamannaóeirðirnar 1970 og 1975. Loks varð andstaðan með óreglulegri og ofsóttri neðanjarðarútgáfu sinni, samizdat, sem jafnan er gerð upptæk og eyðilögð en rís þó upp aftur, að vísi nýs opinbers vettvangs. Þriðji þátturinn í þróuninni á áttunda áratugnum varendanlegt hrun hinnar opinberu hugmyndafræði. Þeir sem álitu Lukacs, Kolakowski á sínu marxíska skeiði, Kosik og Praxis-hópinn vera „óbeina formælendur“ stjórnskipulagsins höfðu rétt fyrir sér að því leyti að sú tegund marxisma sem eitthvert menning- arlegt orð fór af var eingöngu til hjá þeim, í andstöðu við hina opinberu útgáfu sem var löngu dauð. Nýjung áttunda áratugarins fólst í því að í þessu and- rúmslofti varð til ný tegund af pragmatisma á æðstu stöðum, svo jafnvel sá marg-skammaði Krúsjof með sínum neysluglaða „gúllass“ kommúnisma virtist kreddufastur við samanburðinn. Nú orðið eru ráðgjafar aðalritarans teknókratar og se'rfrcsóingar í öryggismálum — bragðarefir rafmagnsins fremur en rannsókn- arréttarmenn. Atvinnuhugmyttdafrœóingar eru manngerðirnar sem eru til vand- ræða ef ekki beinlínis hættulegar, einkum ef þeir taka gervi-fræðilega þætti skylduverka sinna alvarlega. Astæða þess er augljós. Með maóismanum varð „hugmyndafræðilegi ofstækismaðurinn" tortryggilegur. Ástríða þeirra getur leitt til „kínverskra öfga“, og lagt tálmanir kenningarinnar í veg fyrir þær stefnulausu málamiðlanir sem eru starfsaðferð allra ríkisstjórna eftir stalínism- ann. Djilas reyndist hafa á réttu að standa: forystumenn Austur-Evrópu gefa orðið ekkert fyrir það sem þeir opinberlega kalla „hreinleika okkar hugmynda." Flókin endaleysa refsinga fyrir frávik frá réttri kenningu bítur illa þegar and- staða, stundum yfirlýst, er annars vegar. Sé ennþá gripið til slíkra refsinga býr flókin pólitísk refskák undir, einsog t. d. i hugmyndafræðilegu hreinsununum í Ungverjalandi 1972 — 3. Á hinn bóginn styrkist djúpt í samfélaginu eins konar föðurmorðs-þrá eftir „að ganga af Marx dauðum“ — hann sem eitt sinn var tilbeðinn sem fyrirrennari er nú gerður ábyrgur fyrir þvi syndafalli sem á að vera undirrót allra meina. Þessi sjúklega þrá breytist oft í ódulbúna andstöðu við upplýsingu og bætist við þann fjandskap sem hið rikjandi félagslega lag (strata) sýnir allri raunverulegri menningu. Austur-Evrópa hefur þannig verið jörðuð sem hugmyndafræðilegt áhrifasvæði. Fjórði þátturinn er nýtt fyrirbæri sem séð hefur dagsins ljós: Ríkisbundin þjóðernisstefna (State nationalism), að sönnu takmörkuð og háð Sovétríkjun- um, kom fram í löndum einsog Rúmeníu seint á sjöunda áratugnum og tekur við því félagslega hlutverki sem fyrri afbrigði „þjóðlegs kommúnisma" höfðu. Þjóðlegur kommúnismi tók sér Tító að fyrirmynd og takmark hans var að 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.