Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 64
Tímaril Máls og menningar
frjálsum verkalýösfélögum. I þriðja lagi eru auk hinna hálf-löglegu samtaka
andstöðunnar til opinber landssamtök þar sem kaþólska kirkjan er, sem hefur vit
á því að fara ekki of snemma að leika andstöðuhlutverk, en sem er ósamvinnu-
þýðari og áhrifameiri en hliðstæður hennar í öðrum Austur-Evrópulöndum.
Fyrir bragðið hefur ekki tekist að bræða hana inn í stjórnskipulagið og hún
hefur haldið víðtækum andlegum og pólitískum völdum. Kaþólska kirkjan er
einhver mikilvægasti valdaaðilinn i hinum komandi átökum, sé tekið mið af því
að páfinn er pólskur og að hún stórjók tök sin á pólsku samfélagslifi í hinum
flóknu átökum áratugarins eftir Gomúlka. Ennfremur hafa menntamennirnir
borið gæfu til að forðast „lobbýisma" margra austur-evrópskra félaga sinna og
þess í stað orðið málflytjendur almennra kvörtunarefna þjóðarinnar, einkum og
sér i lagi verkalýðsstéttarinnar — sem er framvörður félagslegrar uppreisnar i
Póllandi.
I fyrsta sinn í sögu austur-evrópsks andófs hefur gagnrýnið menntafólk,
jafnvel yfirlýstir stjórnarandstæðingar, skotið rótum meðal iðnverkafólks og
eignast í því vörn sem dugir. Gangi leynilögreglan of langt gagnvart þessu fólki
er hætta á pólitísku verkfalli um land allt. Á hinn bóginn hefur verkafólk þar
með eignast baráttufúsan umboðsaðila sem býr yfir málakunnáttu og góðum
tengslum við erlenda fjölmiðla, sem geta gert kröfur þeirra heyrinkunnar um
allan heim samstundis. Sovétrikin eiga því varla annarra kosta völ en að beita
hernaðarmætti til að bæla niður uppreisn í Póllandi. Það er hefð fyrir því að
þjóðin sé á móti Rússum af þjóðrembulegri ákefð. Hefðbundna goðsagan um
hina óbugandi Pólverja eflist óðum. í efnahagslifinu vilja 33 milljónir manna
lifa við allsnægtir, eða a. m. k. sæmilega á vestur-evrópskan mælikvarða, og
óþarfi er að taka fram að hér hafa Rússar upp á fátt að bjóða.
Það má vera að myndin hér að ofan sé ekki máluð nógu dökkum dráttum til
að leggja áherslu á hversu alvarlegt ástandið er. En það er á þessum vígvelli sem
barist verður um örlög Austur-Evrópu það sem eftir lifir aldarinnar. Allir þeir
sem kynnt hafa sér vel sögu áranna eftir aðra heimsstyrjöld vita, að þótt ýmislegt
hafi enn verið óráðið 1944 — 5 (framtíð Finnlands, hugsanlega lika Ungverja-
lands, Austurríkis og Tékkóslóvakíu), og þó að sovéski herinn hafi verið að
þrotum kominn, átti Stalín sér eitt takmark sem hann var reiðubúinn til að
heyja nýtt stríð um: yfirráð yfir Póllandi. Stefna hansgagnvart Lublin nefndinni
(sú stjórn Póllands sem Moskva skipaði og sem einfaldlega lýsti kommúnískan
minnihlutahóp „hinn eina löglega fulltrúa pólsku þjóðarinnar“ meðan stríðinu
við Þýskaland var enn ólokið) var ekki beinlínis formföst og tekur af allan vafa
um hvað hann áleit Pólland mikilvægt. Það er líka órökrétt að gera ráð fyrir að
310